- Tilkynning frá Novator


Novator hefur tryggt sér vilyrði fyrir yfir 90% hlutafjár í Actavis, að teknu
tilliti til eigin hluta og hluta í eigu Novator. Samkvæmt yfirtökutilboði
Novator rennur tilboðsfrestur út miðvikudaginn 18. júlí n.k.  Þeir hluthafar
sem hafa ekki samþykkt tilboðið hafa frest fram til þess tíma til að ganga frá
samþykki á grundvelli tilboðsins, að öðrum kosti öðlast þeir ekki rétt til
viðbótargreiðslu ef Novator selur hlut sinn innan 12 mánaða.