- Nýsir eignast tæplega þriðjungs hlut í Sæblómi hf.


Samningar hafa tekist milli Nýsis hf., B.P. Skipa útgerð ehf., eigenda franska
fyrirtækisins Seafood Export og fjárfesta í Marokkó um að auka hlutafé Sæblóms
úr 4 m kr. í 374 m kr. Eftir þá aukningu á B.P. Skip útgerð meirihluta í
félaginu og Nýsir tæplega þriðjungs hlut. Nýr framkvæmdarstjóri félagsins er
Björgvin Ólafsson. 

Dótturfélag Sæblóms, Fleur de Mer, gerir út 3 fiskiskip og starfrækir nokkur
fiskvinnsluhús í Laayoune í Marokkó. Skipin eru Quo Vadis (áður Örninn KE),
Carpe Diem (áður Álfsey VE) og Que Sera Sera (keypt frá Skotlandi). Félagið
ræður yfir miklum aflaheimildum sem það leigir af samstarfsaðilum sínum í
Marokkó. Helstu afurðir félagsins eru makríll og sardínur sem mikil eftirspurn
er eftir um þessar mundir og markaðsverðið hátt.