Marel: Kynningarfundur með fjárfestum 2019


Í dag, 2. maí, 2019, heldur Marel kynningarfund með fjárfestum og markaðsaðilum í nýsköpunar- og framleiðslustarfsstöð félagsins í Boxmeer, Hollandi.

Þar munu lykilstjórnendur Marel flytja erindi um vöxt félagsins frá sprotafyrirtæki til leiðtoga á sínu sviði á heimsvísu. Auk þess verður farið yfir markaðshorfur, lykiltölur úr rekstri, viðskiptamódel og vaxtarstefnu.

Meðfylgjandi er kynningin frá fundinum.

Fjárfestatengsl

Nánari upplýsingar veita Tinna Molphy og Marinó Þór Jakobsson í gegnum netfangið IR@marel.com og í síma 563 8001.

Fyrirvari vegna viðskipta í Bandaríkjunum

Sala á hlutum í Marel hf. hefur ekki verið og verður ekki skráð samkvæmt US Securities Act frá 1933, með síðari breytingum (Verðbréfalögin). Hlutir í Marel hf. verða ekki boðnir til sölu eða seldir í Bandaríkjunum án tilskilinnar skráningar samkvæmt Verðbréfalögunum eða samkvæmt gildandi undanþágu frá skráningarkröfum Verðbréfalaganna. Það verður ekki útboð á hlutum í Marel hf. í Bandaríkjunum (þar sem "Bandaríkin" vísa til Bandaríkja Norður-Ameríku, yfirráðasvæði þeirra og eigna, allra ríkja Bandaríkjanna og District of Columbia).
Sé misræmi á milli uppgjörstilkynninga félagsins á íslensku annars vegar og ensku hins vegar, skal enska útgáfan gilda þar sem tilkynningar eru þýddar af ensku yfir á íslensku.

Viðhengi


Attachments

2 May 2019 - CMD Presentation - Final