Heimavellir hf.: Beiðni um hluthafafund


Stjórn Heimavalla hf. hefur borist erindi frá Fredensborg ICE ehf. þar sem þeim tilmælum er beint til stjórnar að boðað verði til hluthafafundar þar sem lögð verði fram tillaga um breytingu á 18. gr. núgildandi samþykkta félagsins (fækkun á stjórnarmönnum úr 5 niður í 3) og efnt verði til stjórnarkjörs. Telur félagið að vegna verulegra breytinga sem orðið hafa á eignarhaldi Heimavalla hf.  undanfarið sé rétt að umboð stjórnar verði endurnýjað og kosin verði ný stjórn.

Fredensborg ICE ehf. eiga eiga 73.94% af útgefnu hlutafé Heimavalla hf. í lok 17. apríl 2020.

Í 85. gr. laga um hlutafélög nr. 2/1995 og 2. mgr. 13. gr. samþykkta Heimavalla hf.  kemur fram að boða skuli til hluthafafundar ef hluthafar, sem ráða yfir minnst 5% hlutafjárins, krefjast þess skriflega og greina frá fundarefni.

Samkvæmt 2. mgr. 12. gr. samþykkta Heimavalla hf. skal boðað til hluthafafundar minnst þremur vikum fyrir fund og lengst fjórum vikum fyrir fund. Stjórn félagsins mun nú undirbúa boðun hluthafafundar.

Nánari upplýsingar veitir Arnar Gauti Reynisson, framkvæmdastjóri Heimavalla hf., s. 860-5300 (Gauti@Heimavellir.is)