Heimavellir hf: Heimavellir verða Heimstaden


Fréttatilkynning

7. janúar 2021

Heimavellir verða Heimstaden

Í dag sameinast rekstur Heimavalla hf. samstæðu Heimstaden AB og tekur upp nafnið Heimstaden hf. Norska félagið Fredensborg AS mun áfram vera eigandi alls hlutafjár Heimstaden hf. í gegnum Fredensborg ICE ehf.

Heimstaden er þriðja stærsta einkarekna leigufélag Evrópu með höfuðstöðvar í Malmö í Svíþjóð. Félagið starfar í Svíþjóð, Noregi, Danmörku, Hollandi, Þýskalandi og Tékklandi. Ísland er sjöunda landið þar sem Heimstaden hefur starfsemi sína.

Undanfarin ár hefur Heimstaden þróað rekstrarlíkan á leigumarkaði sem byggir á  hugmyndafræðinni um „vinaleg heimili“  (Friendly homes). Sú hugmyndafræði hefur stuðlað að aukinni ánægju viðskiptavina félagsins í Evrópu. Sem hluti af Heimstaden samstæðunni mun Heimstaden á Íslandi starfa í samræmi við hugmyndafræðina að baki „vinalegum heimilum“

Gauti Reynisson framkvæmdastjóri Heimstaden hf.:

„Heimstaden hefur sýnt í verki að það hugsar til langs tíma, tekur samfélagslega ábyrgð sína alvarlega ásamt því að leggja mikla áherslu á umhverfismál. Okkur er það sönn ánægja að bætast við Heimstaden samstæðuna og hlökkum til að aðlaga okkur að hugmyndafræði félagsins og auka þjónustu við viðskiptavini okkar með tilheyrandi jákvæðum áhrifum fyrir viðskiptavini okkar og samfélögin þar sem Heimstaden starfar“

Patrik Hall forstjóri Heimstaden samstæðunnar:

„Heimstaden fylgir aðferðarfræði fyrir sjálfbæran vöxt með ábyrgum rekstri allra Heimstaden félaganna í Evrópu. Þessi skipulagsbreyting er einstakt tækifæri til að fella starfsemi Heimavalla undir Heimstaden samstæðuna og við gerum ráð fyrir að sameiningin verða til hagsbóta fyrir alla viðskiptavini Heimstaden á Íslandi og hafi jákvæð áhrif á samfélagið í heild sinni“

Frekari Upplýsingar veitir:

Gauti Reynisson, Framkvæmdastjóri, Heimstaden Ísland

860 5300 , gauti@heimstaden.is

Christian V. Dreyer, Samskiptastjóri, Heimstaden AB

+47 907 24 999 , christian.dreyer@heimstaden.com