Ölgerðin Egill Skallagrímsson hf.: Velta Ölgerðarinnar eykst um 21%



Árshlutareikningur samstæðu Ölgerðarinnar Egils Skallagrímssonar hf. fyrir tímabilið 1. mars 2023 – 31. ágúst 2023 var samþykktur af stjórn og forstjóra á stjórnarfundi 12. október 2023.

Helstu niðurstöður árshlutareiknings fyrir annan ársfjórðung 2023 (Q2 2023) eru:

  • EBITDA nam 1.933 millj. kr. samanborið við 1.544 millj. kr. á Q2 2022, sem jafngildir 25% hækkun milli ára.
  • Vörusala samstæðu Ölgerðarinnar var 21% meiri á öðrum ársfjórðungi 2023 en á sama tímabili 2022.
  • Hagnaður fyrir skatta var 1.484 millj. kr. á Q2 2023 og jókst um 34% miðað við Q2 2022.
  • Eigið fé í lok Q2 2023 nam 13,8 ma. kr. og var eiginfjárhlutfall 45,2% samanborið við 39,3% við lok síðasta fjárhagsárs.
  • Nettó vaxtaberandi skuldir ásamt leiguskuldbindingu voru 6,9 ma. kr. í lok Q2 2023 og lækkuðu um 430 millj. kr. á tímabilinu þrátt fyrir yfirtöku skulda Iceland Spring sem voru 668 millj. kr. í lok tímabilsins.
  • Afkomuspá stjórnenda fyrir samstæðu Ölgerðarinnar fyrir fjárhagsárið 1. mars 2023 – 28. febrúar 2024 gerir ráð fyrir að EBITDA verði 5.200 – 5.500 millj. kr., en áður útgefin spá gerði ráð fyrir 5.000 - 5.350 millj. kr.

Lykiltölur Q2 2023 (mkr.) 

Rekstrarreikningur Samst.Q2 2023Q2 2022Breyt.% Breyt
Vörusala12.79610.5902.20721%
Áfengis- og skilagjald3.4132.93448016%
Vörunotkun4.9093.91199826%
Annar framleiðslukostnaður16215832%
Framlegð4.3133.58772620%
Aðrar tekjur1113-1-9%
Laun og launatengd gjöld1.1151.029868%
Sölu- og markaðskostnaður66552214327%
Annar kostnaður61150410721%
EBITDA1.9331.54438925%
Afskriftir2542163918%
EBIT1.6791.32935026%
Fjármagnsliðir og áhrif hlutdeildarfélaga194222-28-12%
Hagnaður fyrir skatta1.4851.10737834%
Tekjuskattur2942207534%
Hagnaður e skatta1.19088730334%

Á öðrum ársfjórðungi fjárhagsársins jókst velta félagsins um 2,2 ma. kr. Um 29% af þeim vexti kemur frá Iceland Spring sem er nú hluti samstæðu Ölgerðarinnar en var það ekki á sama tíma í fyrra. Að öðru leyti kemur vöxturinn að mestu frá sölu á bjór auk þess sem góður vöxtur var í gosdrykkjum og virknidrykkjum.

Efnahagsreikningur31.8.202328.2.2023Breyt.% Breyt
Eignir30.47125.676-647-2%
Eigið fé13.80610.0811.27910%
Eiginfjárhlutfall45,3%39,3%4,9 
     
Vaxtaberandi skuldir og leigusk.8.1988.496-1.430-15%
Handbært fé1.3051.172-230-15%
Nettó vaxtaberandi skuldir og leigusk.6.8937.324-1.200-15%
EBITDA sl. 12 mán5.1434.5603898%
NIDB/EBITDA sl. 12 mán1,31,6-0,4 

Nettó vaxtaberandi skuldir, að viðbættri 129 millj. kr. húsaleiguskuldbindingu voru 6,9 ma. kr. í lok ársfjórðungsins. Það er lækkun um 430 millj. kr. frá lokum síðasta fjárhagsárs þrátt fyrir að skuldir Iceland Spring að fjárhæð 668 millj. kr. bættust við á tímabilinu.

Meðalvextir skulda samstæðunnar í íslenskum krónum voru 11,2% þann 31. ágúst 2023. Áhrif síðustu vaxtahækkunar Seðlabankans þann 24. ágúst 2023 voru ekki að fullu komin fram.

Jákvæð gengisáhrif voru 65 millj. kr. á Q2 2023 sem kom til vegna styrkingar krónunnar á móti þeim myntum sem viðskiptaskuldir samstæðunnar eru í. Gengisáhrifin eru færð meðal fjármagnsliða.

Fjárfesting í varanlegum rekstrarfjármunum á tímabilinu var í takt við áætlanir. Meðal fjárfestinga voru tveir rafmagnsvörubílar til notkunar við dreifingu á vörum Ölgerðarinnar. Stjórnendur telja ekki ástæðu til að endurskoða fjárfestingaáætlun fyrir fjárhagsárið sem er 1.235 millj. kr.

Lykiltölur 6 mán 2023 (mkr.) 

EBITDA eykst um 23,3%

Velta samstæðunnar jókst um 4,2 ma. kr. eða 21% á fyrri helmingi fjárhagsársins. Um 29% af veltuaukningu má rekja til þess að nú er Iceland Spring hluti af samstæðu Ölgerðarinnar. Meirihluti aukningar kemur til vegna meiri sölu í drykkjarvöru en magnaukningin í lítrum innanlands er ríflega 7% en aukning í fjölda dósa er tæplega 14%. Það er því ljóst að áframhaldandi þróun á markaði er í átt að minni skammtastærðum.

EBITDA á fyrri helming fjárhagsársins var tæpir 3,1 ma. kr. sem er aukning um 23,3% m.v. sama tíma í fyrra.

Vörusala Iceland Spring hefur 1,2 ma. kr. áhrif á tekjur samstæðunnar á tímabilinu. EBITDA áhrifin voru 170 millj. kr.

Hagnaður eftir skatt var 2.153 millj. kr. sem er 52,9% aukning frá sama tíma í fyrra. Þess ber að geta að á fyrsta ársfjórðungi var innleystur einskiptis hagnaður vegna hækkunar eignarhlutar í Iceland Spring. Ölgerðin eignaðist 51% í Iceland Spring sem áður var 40% hlutdeildarfélag. 40% hluturinn var bókaður á 737 millj. kr. í lok síðasta fjárhagsárs. Við hækkun eignarhlutarins var eldri hlutur færður til gangvirðis sem miðast við verð Iceland Spring í viðskiptunum. Við það myndast 368 millj. kr. hlutdeildartekjur í rekstri fyrsta ársfjórðungs. Án þessa einskiptisliðar væri hagnaðaraukning 26,8%

Laun- og launatengd gjöld hafa hækkað um 15,3% á tímabilinu einkum vegna aukinna umsvifa og viðbótar launakostnaðar Iceland Spring. Hlutfall launakostnaðar af veltu er nú 9,9% en var á sama tímabili í fyrra 10,4%. Hlutfall annars rekstrarkostnaðar var 10,5% en var 10,4% á sama tímabili í fyrra.

Uppfærð afkomuspá stjórnenda gerir ráð fyrir að EBITDA fjárhagsársins 1. mars 2023 - 28. febrúar 2024 verði á bilinu 5.200-5.500 millj. kr. en áður útgefin spá gerði ráð fyrir 5.000-5.350 millj. kr.

Það sem af er 3. ársfjórðungi er áfram góður tekjuvöxtur, um 19%. Virknidrykkir og sérvara er í sérstaklega góðum vexti.

Áhrif Iceland Spring6 mán 2023   
Vörusala1.161   
Áfengis- og skilagjald    
Vörunotkun809   
Annar framleiðslukostnaður    
Framlegð352   
Aðrar tekjur    
Laun og launatengd gjöld47   
Sölu- og markaðskostnaður51   
Annar kostnaður85   
EBITDA170   
Afskriftir24   
EBIT146   
Fjármagnsliðir og áhrif hlutdeildarfélaga70   
Hagnaður fyrir skatta76   
Tekjuskattur    
Hagnaður e skatta76   
Rekstrarreikningur Samst.6 mán 20236 mán 2022Breyt.% Breyt
Vörusala23.83619.6724.16321%
Áfengis- og skilagjald6.2225.35287116%
Vörunotkun9.3747.2982.07628%
Annar framleiðslukostnaður319446-127-29%
Framlegð7.9216.5771.34420%
Aðrar tekjur2316744%
Laun og launatengd gjöld2.3532.04131115%
Sölu- og markaðskostnaður1.3331.05028227%
Annar kostnaður1.16999517417%
EBITDA3.0902.50758323%
Afskriftir5014267618%
EBIT2.5892.08150724%
Fjármagnsliðir og áhrif hlutdeildarfélaga-5322-327-102%
Hagnaður fyrir skatta2.5941.76083447%
Tekjuskattur4403518925%
Hagnaður e skatta2.1531.40874553%


„Rekstur Ölgerðarinnar gekk vel á tímabilinu eins og lesa má í árshlutauppgjöri. Sala helstu vöruflokka heldur áfram að aukast og það er afar ánægjulegt að sjá áframhaldandi vöxt í sölu á sykurlausum drykkjum og drykkjum í minni skammtastærðum, sem er mjög í takt við markmið okkar. Sala virknidrykkja og bjórs eykst ennfremur og ljóst að neytendur kunna vel að meta bæði þær vörur og þá vöruþróun og nýsköpun sem á sér stað hjá fyrirtækinu. Kaup fyrirtækisins á meirihluta í Iceland Spring vatnsfyrirtækinu er langtímafjárfesting og fyrirhugað er að auka afkastagetu á næstu árum. Viðræður eru í gangi við Reykjavíkurborg vegna lóðar á Hólmsheiði sem stendur nálægt vatnslindinni og við sjáum mikil tækifæri framundan,“ segir Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar.

Nánari upplýsingar veita:

Andri Þór Guðmundsson, forstjóri. andri.thor.gudmundsson@olgerdin.is / s.: 665-8010

Jón Þorsteinn Oddleifsson, fjármálastjóri. jon.thorsteinn.oddleifsson@olgerdin.is / s.: 820-6491

Viðhengi



Attachments

Ölgerðin - Fréttatilkynning - Q2 2023 Ölgerðin - Árshlutareikningur - Q2 2023