Festi hf.: Lækkun hlutafjár


Á aðalfundi Festi þann 6. mars 2024 var samþykkt tillaga stjórnar um að lækka hlutafé félagsins. Lækkunin nemur kr. 3.000.000 að nafnverði, eða sem nemur jafn mörgum hlutum. Lækkunin tekur til eigin hluta sem félagið eignaðist með kaupum samkvæmt endurkaupaáætlun sem var samþykkt á aðalfundi félagsins árið 2023 á grundvelli 55. gr. laga nr. 2/1995 um hlutafélög.

Hlutafjárlækkunin hefur nú verið skráð hjá fyrirtækjaskrá Skattsins. Eftir lækkunina er hlutafé félagsins kr. 301.500.000, sem skiptist í jafn marga hluti, hver að nafnverði ein króna og fylgir eitt atkvæði hverjum hlut í félaginu. Beiðni hefur verið send til Nasdaq Iceland og mun lækkunin verða framkvæmd þar mánudaginn 18. mars 2024. Hlutafé félagsins lækkar því úr kr. 304.500.000 í 301.500.000 að nafnverði. Eftir lækkunina á Festi samtals 246.226 eigin hluti.
Nánari upplýsingar veitir Magnús Kr. Ingason, framkvæmdastjóri fjármála- og rekstrarsviðs Festi hf. (mki@festi.is).