- Niðurstöður í útboði ríkisbréfa - RIKB 08 1212


Útboð á ríkisbréfum í flokki RIKB 08 1212 með tilboðsfyrirkomulagi fór fram hjá
Lánasýslu ríkisins kl. 14:00 í dag. Í útboðinu var óskað eftir kauptilboðum í
framangreindan flokk en heildarfjárhæð var áætluð á bilinu 500 til 1.500 m.kr.
að nafnverði. 

Helstu niðurstöður útboðsins voru þessar:

Alls bárust 20 gild tilboð í flokkinn RIKB 08 1212 að fjárhæð 4.300 m.kr. að
nafnverði. Tilboðum var tekið fyrir 1.300 m.kr. að nafnverði á meðalávöxtun
12,86%. Hæsta ávöxtun tekinna tilboða var 12,88% og lægsta ávöxtun tekinna
tilboða var 12,84%. 

Lánasýsla ríkisins býður jafnvirði 10%, reiknuð af nafnverði þess sem selt var
í útboðinu eða 130 m.kr til aðalmiðlara á meðalávöxtunarkröfu samþykktra
tilboða allt til kl. 14:00 á uppgjörsdegi útboðsins. Hver aðalmiðlari sem á
samþykkt tilboð í undangegnu útboði öðlast kauprétt í hlutfalli af keyptu
magni. Greiðslu- og uppgjörsdagur fyrir þessi viðskipti er einum degi eftir
viðskiptadag þ.e. T+1. 


Niðurstöður útboða á RIKB 08 1212 eru (nafnverð):

Sjá viðhengi.

Attachments

nidurstodurrikb.doc