2006


Ársreikningur Reykjavíkurborgar fyrir árið 2006 er til fyrri umræðu í
borgarstjórn í dag þriðjudaginn 15. maí. Síðari umræða um ársreikninginn verður
29. maí nk. Rekstur Reykjavíkurborgar skiptist í A-hluta og B-hluta. Til
A-hluta telst starfsemi sem að hluta eða öllu leyti er fjármögnuð með
skatttekjum. Um er að ræða Aðalsjóð, þ.e. rekstur málaflokka, Eignasjóð og
Skipulagssjóð. Til B-hluta teljast fjárhagslega sjálfstæð fyrirtæki sem að
hálfu eða meiri hluta eru í eigu borgarinnar, en rekstur þeirra er að stofni
til fjármagnaður með þjónustutekjum. Fyrirtækin eru: Aflvaki hf.,
Bílastæðasjóður Reykjavíkur, Faxaflóahafnir sf., Félagsbústaðir hf., Íþrótta-
og sýningarhöllin hf., Malbikunarstöðin Höfði hf., Orkuveita Reykjavíkur,
Skíðasvæði höfuðborgarsvæðisins, Slökkvilið höfuðborgar-svæðisins bs., Sorpa
bs. og Strætó bs. 


Í fjárhagsáætlun ársins 2006 fyrir A-hluta var gert ráð fyrir því að niðurstaða
fyrir fjármagnsliði væri neikvæð um 463.021 þús. krónur og heildarniðurstaða
ársins jákvæð um 1.309.495 þús. krónur.  Skv. ársreikningi er niðurstaðan
A-hluta fyrir fjármagnsliði neikvæð um 3.448.699 þús. krónur og 2.286.695 eftir
fjármagnsliði.   Fyrir A og B hluta samtals gerði áætlun ársins 2006 ráð fyrir
3.818.533 þús. króna jákvæðri niðurstöðu fyrir fjármagnsliði og jákvæðri
heildarniðurstöðu um 1.766.514 þús. króna.  Skv. ársreikniningi er niðurstaða A
og B hluta fyrir fjármagnsliði jákvæð um 1.936.780 þús. krónur og
heildarniðurstaða er neikvæð um 4.316.503 þús. krónur. 

Tekjur eru um 3,3 milljörðum króna hærri en áætlun gerði ráð fyrir. Megin
skýringin er sú að sala á byggingarétti varð hærri en áætlanir gerðu ráð fyrir
og skatttekjur eru hærri vegna fleiri greiðenda, hærri útsvarsstofns og hærri
tekna af nýjum gjaldstofni fasteignaskatta.  Hvað gjaldahliðina varðar þá eru
rekstrargjöld A-hluta um 6,2 milljöðum hærri en áætlað var og hjá A og B hluta
samtals er frávikið 5,2 milljarðar.  Skýringar á frávikum í A-hluta liggja
einkum í launaliðum, vegna hærri orlofsskuldbindinga, meiri launahækkana og
mikillar hækkunar á lífeyrisskuldbindingu sem rekja má til launahækkana í árlok
2005 og ársbyrjun 2006.  Hærri annar rekstrarkostnaður en áætlun gerði ráð
fyrir í A-hluta er einkum vegna gjaldræðs kostnaðar út af Tónlistar og
ráðstefnuhúsi.  Hjá B-hlutanum eru rekstrargjöld lægri en áætanir gerðu ráð
fyrir sem nemur um 1 milljarði króna. 

Frákvik í fjármangsliðum skýrist af veikari krónu í árslok en áætlað var og þar
með gengistapi af erlendum lánum. 

Eignir A hluta aukast úr 88,8 milljörðum í 89 milljarða eða um 0,2 milljarða
króna.  Skuldir A hluta lækka úr 21,1 milljarði í 17,4 milljarða eða um 3,7
milljarða en skuldbindingar aukast um 6,1 milljarð, úr 31,8 milljörðum í 37,9
milljarða. 

Eignir A og B hluta nema nú 266,9 milljörðum króna og hafa vaxið um 52,5
milljarða króna á árinu 2006. Heildarskuldir A og B hluta að frátöldum
skuldbindingum eru 106,4 milljarðar króna en voru 78,4 milljarðar króna í
árslok 2005 og hafa því aukist um 28 milljarða króna. Skuldbindingar hækkuðu um
6,3 milljarða króna á milli ára. 

Veltufjárhlutfall hjá A og B hluta var 0,86 í árlok 2006 á móti 0,92 árið á
undan.  Hjá A hluta  var hlutfallið 1,39 árið 2006 en 1,17 árið á undan. 

Endurskoðun reikninga 
Ytri endurskoðun hjá Reykjavíkurborg er í höndum endurskoðunarfyrirtækisins
Grant Thornton og aðrir endurskoðendur eru með nokkur B hluta fyrirtæki. Auk
þess rekur Reykjavíkurborg sjálfstæða innri endurskoðunardeild sem hefur það að
markmiði að tryggja virkni innra eftirlits, að meðferð fjármuna borgarinnar sé
í samræmi  við áætlanir borgaryfirvalda og að starfsemi borgarinnar sé í
samræmi við lög og reglur. Einnig eru kjörnir tveir skoðunarmenn reikninga í
samræmi við ákvæði sveitarstjórnarlaga.

Attachments

reykjavikurborg - helstu niurstodur.pdf reykjavikurborg arsreikningur 2006.pdf