- Tilkynning um regluleg viðskipti við Seðlabanka Íslands


Í samræmi við reglur, nr. 541 frá 18. júní 2007, um viðskipti
fjármálafyrirtækja við Seðlabanka Íslands býður Seðlabankinn miðvikudaginn 11.
júlí 2007, kl. 11 f.h., þeim lánastofnunum sem átt geta viðskipti við bankann,
lán til 7 daga gegn veði í verðbréfum sem Seðlabankinn metur hæf til
tryggingar. 

Lánin bjóðast á föstum vöxtum, 13,30 %. 

Beiðni um lán þarf að berast alþjóða- og markaðssviði Seðlabanka Íslands,
Kalkofnsvegi 1, Reykjavík, fyrir kl. 11:00 miðvikudaginn 11. júlí 2007. Hægt er
að senda inn beiðni með símbréfi á nr. 569 9604, ef það er staðfest fyrirfram
með símtali við alþjóða- og markaðssvið Seðlabankans (s. 569 9670/71). 

Um framkvæmd og frágang viðskipta vísast að öðru leyti til reglna um viðskipti
lánastofnana við Seðlabanka Íslands. Tilkynnt verður um heildarfjárhæð
viðskipta kl. 13:00 miðvikudaginn 11. júlí 2007. 

Seðlabanki Íslands býður einnig lánastofnunum innstæðubréf til 7 daga
miðvikudaginn 11. júlí 2007 kl. 14:30 e.h. Hægt er að senda inn beiðni með
símbréfi á nr. 569- 9604, ef það er staðfest fyrirfram með símtali við alþjóða-
og markaðssvið Seðlabankans (s. 569 9670/671). Vextir innstæðubréfa eru 13,20%.
Heildarfjárhæð innstæðubréfa verður tilkynnt kl. 15:00  miðvikudaginn 11. júlí 
2007.