- Tilkynning um lokað hlutafjárútboð

Print
| Source: Marel hf.
multilang-release
Lokað hlutafjárútboð hefst í dag

Stjórn Marel Food Systems hf. samþykkti á stjórnarfundi þann 29. nóvember 2007
að hækka hlutafé félagsins með útboði á nýjum hlutum, sem nema um 8% af
heildarhlutafé félagsins, til takmarkaðs hóps hæfra fjárfesta í skilningi laga
um verðbréfaviðskipti. Heildarsöluandvirði útboðsins er á bilinu 2,7-2,9
ma.kr. 

Marel Food Systems hyggst gefa út nýja hluti að söluandvirði EUR 147 milljónir
til að fjármagna kaupin á Stork Food Systems og breikka hluthafahóp félagsins.
Framangreint útboð er fyrsta skrefið í öflun þeirra fjárhæðar sem félagið
ráðgerir að afla með sölu hlutafjár. Þegar skilyrði kaupanna á Stork Food
Systems hafa verið uppfyllt er stefnt að frekari sölu á nýjum hlutum í Marel
Food Systems í útboði til forgangsréttarhafa. 

Landsbanki Íslands hf. (Landsbankinn) hefur umsjón með útboðinu og sölutryggir
það.
 
Samantekt á útboðinu

  • Útboð nýrra hluta til takmarkaðs hóps hæfra fjárfesta, sbr.
   skilgreiningu laga. 

  • Marel Food Systems hyggst gefa út allt að 29.800.000 nýja hluti, sem nema 
   um 8% af heildarhlutafé félagsins. 

  • Verðbréfamiðlun Landsbankans mun taka við áskriftum í dag, 
   29. nóvember 2007, og til kl. 16:00 þann 3. desember 2007. Marel Food 
   Systems og Landsbankinn áskilja sér hins vegar rétt til að loka 
   útboðinu fyrr ef um umframáskrift verður að ræða. 

  • Marel Food Systems mun, í samráði við Landsbankann, úthluta nýjum hlutum 
   og áskilur sér rétt til þess að hafna einstökum áskriftum, að hluta til 
   eða öllu leyti. 

  • Tilkynnt verður um niðurstöður útboðsins í kjölfar útboðsins eða eigi 
   síðar en kl. 10:00 þriðjudaginn 4. desember 2007. 

  • Fjárfestar skulu greiða kaupverð nýju hlutanna eigi síðar en 
   kl. 16:00 mánudaginn 10. desember 2007. 

  • Stjórn Marel Food Systems mun nýta heimild til hlutafjárhækkunar sem 
   veitt var á hluthafafundi félagsins 5. júlí 2007, þar sem hluthafar
   félagsins féllu frá forgangsrétti að hinum nýju hlutum.
 
  • Verð nýju hlutanna verður á bilinu 92-96 krónur á hlut.

  • Gert er ráð fyrir að nýju hlutirnir verði teknir til viðskipta í OMX 
   fimmtudaginn 13. desember 2007. 


Nánari upplýsingar veita: 
Hörður Arnarson, forstjóri Marel Food Systems, í síma 563-8072
Stefán Þór Bjarnason, Forstöðumaður Fyrirtækjaráðgjafar Landsbanka Íslands, í
síma 410-7340 
Arnar Arnarsson, Verðbréfamiðlun Landsbanka Íslands, í síma 410-7330