Afkoma Straums-Burðaráss fjárfestingabanka hf. árið 2007


Afkomutilkynning
                                                      29. janúar 2008

      Afkoma Straums-Burðaráss fjárfestingabanka hf. árið 2007
         Hagnaður samstæðu eftir skatta 162,9 milljónir evra

Helstu niðurstöður ársins 2007
*          Hagnaður eftir skatta var 162,9 milljónir evra árið 2007
  samanborið við 515,4 milljónir árið 2006.
*          Rekstrartekjur námu 330,0 milljónum evra og lækkuðu um
  37,5% á milli ára.
*          Hreinar vaxtatekjur námu 68,8 milljónum evra eða 20,9% af
  rekstrartekjum og jukust um 61,8% á milli ára.
*          Hreinar þóknunartekjur námu 131,3 milljónum evra eða 39,8%
  af rekstrartekjum og jukust um 55,5% á milli ára.
*          Gengishagnaður nam 111,4 milljónum evra samanborið við
  392,3 milljónir árið 2006.
*          Rekstrarkostnaður nam 118,9 milljónum evra samanborið við
  44,1 milljón árið 2006.
*          Kostnaðarhlutfall ársins var 36,0%.
*          Þynntur hagnaður á hlut var 0,017 evrur samanborið við
  0,051 árið 2006.
*          Arðsemi eigin fjár var 11,3% samanborið við 42,0% árið
  2006.
*          Heildareignir námu 7.136,9 milljónum evra í árslok 2007
  samanborið við 4.357,8 milljónir í árslok 2006.
*          Eignir í stýringu námu 1,7 milljörðum evra í árslok 2007.
*          Eiginfjárhlutfall (CAD) var 23,7% í árslok 2007.
  Eiginfjárþáttur A var 21,4%.
*          Straumur ber hvorki beina né óbeina áhættu af
  undirmálslánum eða skuldabréfavafningum.

Helstu niðurstöður fjórða ársfjórðungs 2007
*          Tap tímabilsins eftir skatta nam 0,6 milljónum evra
  samanborið við 276,7 milljóna hagnað á sama tímabili árið 2006.
*          Rekstrartekjur námu 56,5 milljónum evra og drógust því
  saman um 72,7% miðað við sama tímabil 2006.
*          Hreinar vaxtatekjur námu 23,0 milljónum evra samanborið
  við 6,8 milljónir á sama tímabili 2006.
*          Hreinar þóknunartekjur jukust um 44,1% frá sama tímabili
  2006 og námu 36,8 milljónum evra.
*          Gengishagnaður var neikvæður um 4,4 milljónir evra
  samanborið við 165,3 milljóna hagnað á sama tímabili 2006.

William Fall, forstjóri Straums"Árið 2007 var  ár breytinga hjá  Straumi. Við færðum  út kvíarnar  á
alþjóðavettvangi og höfum  þróast úr íslensku  fyrirtæki sem var  nær
eingöngu með starfsemi á Íslandi yfir í íslenskt fyrirtæki sem  hefur
haslað  sér   völl   á   alþjóðamarkaði   með   breiðara   og   dýpra
þjónustuframboð  og   viðskiptamannagrunn   en  áður.   Þrátt   fyrir
óvenjulega erfiðar markaðsaðstæður á seinni helmingi ársins  skiluðum
við viðunandi  hagnaði  yfir árið  og  bjuggum í  árslok  að  öflugum
fjárhag og sterkri lausafjárstöðu. Þóknunartekjur okkar fara  vaxandi
og starfssvæðið stækkar, sem hvort tveggja er gott vegarnesti á  leið
okkar að því marki að  verða leiðandi fjárfestingabanki í Norður-  og
Mið-Evrópu."


Nánari upplýsingar veita:
Stephen Jack                                          Georg Andersen
Fjármálastjóri                                          Forstöðumaður
fjárfestatengsla
stephen.jack@straumur.net                 georg@straumur.net
+44 7885 997570                                   +354 858 6707

Attachments

Afkomutilkynning 2007 Arsreikningur 2007