2007


Góður vöxtur á árinu 2007

Helstu niðurstöður:

•  Hreinar vaxtatekjur 385 milljónir króna

•  Hreinar þóknanatekjur 60 milljónir króna

•  Tap ársins um 45 milljónir króna

•  Heildareignir í árslok 17.834 milljónir króna samanborið við 4.269         
   milljónir króna í ársbyrjun 

•  Útlán námu 17.224 milljónum króna til ríflega 9 þúsund viðskiptamanna

•  Eiginfjárhlutfall á CAD grunni var 9,6%
 

MAGNÚS GUNNARSSON, FRAMKVÆMDASTJÓRI AVANT: „Í raun bjuggum við til nýtt
fyrirtæki á árinu 2007.  Það gekk mjög vel og er Avant nafnið þegar orðið vel
þekkt.  Á árinu var unnið markvisst að markaðsstarfi, uppbyggingu innviða og
fjármögnun.  Uppbyggingarstarfið gekk vel og var vöxtur og afkoma í samræmi við
væntingar.  Allur kostnaður við hönnun á nýju  nafni og merki og markaðsstarf
var gjaldfærður á árinu og skýrir það neikvæða afkomu. “ 


Nánari upplýsingar veitir:
Magnús Gunnarsson framkvæmdastjóri Avant í síma 412-8900.
 
Um Avant: 

Avant hf. er eignaleigufyrirtæki stofnað í ársbyrjun 2006 og starfar eftir
lögum um fjármálafyrirtæki nr. 161/2002. Avant er dótturfyrirtæki og alfarið í
eigu Askar Capital hf. Starfsemin var áður rekin undir merkjum Sjóvár og þá sem
Sjóvá fjármögnun hf. Ársreikningur Avant hf. er gerður í samræmi við alþjóðlega
reikningsskilastaðla (IFRS) um ársreikninga.

Attachments

avant 2007 tilkynning.pdf avant hf arsreikningur 2007.pdf