Ragnar Þórir Guðgeirsson hefur verið ráðinn í starf framkvæmdastjóra
fjárfestinga SPRON frá og með 1. mars 2008. 

Ragnar er viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands og hefur löggildingarpróf í
endurskoðun. Hann starfaði hjá KPMG frá 1989 til 2004, fyrst við endurskoðun en
síðar sem framkvæmdastjóri KPMG Ráðgjafar. Frá sameiningu KPMG Ráðgjafar og
IMG, sem nú starfa undir merkjum Capacent, annaðist Ragnar fyrst stjórnun á
íslenska hluta starfseminnar og varð síðan framkvæmdastjóri rekstrarsviðs
Capacent International.