- Alfesca kaupir fyrirtækið D&F á Ítalíu


Alfesca hefur gengið frá kaupum á ítalska matvælabirgjanum D&F S.r.l (D&F) af
stofnendum fyrirtækisins. D&F er leiðandi birgir og dreifingaraðili matvæla á
ítalska matvörumarkaðnum og hefur fram að þessu verið helsti dreifingaraðili
fyrir vörur Alfesca á Ítalíu. 

Alfesca hefur á undanförnum árum aukið mjög sölu á sjávarafurðum,
andalifrarkæfu og andakjöti á Ítalíu og náð fótfestu á ört vaxandi markaði
fyrir hátíðarrétti og matvæli sem eru holl og einföld í framreiðslu. Kaupin á
D&F munu styrkja stöðu Alfesca en betri aðgangur að ítalska markaðnum mun hraða
framþróun félagsins. 

Starfsmenn D&F eru tólf talsins og nemur ársvelta um €8,8 milljónum. Kaupverð
er ekki gefið upp. Kaupin voru fjármögnuð með eigin fjármunum Alfesca og munu
þau ekki hafa teljandi áhrif á rekstrarniðurstöður félagsins. D&F verður áfram
rekið af sama stjórnendateymi og verið hefur og  verður með í samstæðuuppgjöri
Alfesca frá kaupdegi. 

Xavier Govare, forstjóri Alfesca: 

„Með því að sameina dreifigetu og sambönd D&F annars vegar og markaðsþekkingu
og framleiðslukunnáttu Alfesca hins vegar verður okkur kleift að þróa frekar
viðskiptin á hinum vaxandi ítalska markaði. Með leiðandi stöðu Alfesca í sínum
vöruflokkum og sterkri stöðu D&F sem dreifingaraðila skapast traustur
grundvöllur til að bjóða ítölskum viðskiptavinum breiða vörulínu af
sjávarafurðum undir vörumerkjum Alfesca; Labeyrie, Farne og Delpierre. 

Kaupin á D&F uppfylla þau skilyrði sem við gerum við yfirtökur og standast
fjárhagslegar kröfur okkar. Þau styðja við sölu á vörumerkjum Alfesca og gefa
okkur fullan aðgang að landfræðilega nýjum markaði í hröðum vexti Við bjóðum
starfsmenn D&F hjartanlega velkomna til Alfesca-samstæðunnar og hlökkum til að
þróa áfram viðskipti okkar á Ítalíu.“ 


Nánari upplýsingar veita: 

Antony Hovanessian, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar	
+33 (0) 5 58 56 74 74
ah@alfesca.com

		
Hrefna Ingólfsdóttir, forstöðumaður samskiptasviðs	
+354 477 7000
hi@alfesca.com 


Um Alfesca
Alfesca er í fremstu röð matvælaframleiðenda í Evrópu á þeim sviðum sem
fyrirtækið starfar. Megin stoðirnar í starfsemi félagsins eru fjórar: reyktur
lax og annar fiskur, andalifur (foie gras) og andakjöt, rækjur og annar
skelfiskur og pönnukökur (blini) og smurvörur ásamt ídýfum. Vörur fyrirtækisins
eru seldar undir vörumerkjum þess eins og Labeyrie, Blini, Delpierre, Skandia,
Lyons og Farne. Fyrirtækið framleiðir einnig töluvert fyrir vörumerki annarra
einkum í Bretlandi, Frakklandi og Spáni. Árleg velta er um 616 milljónir Evra
og starfsmenn eru um 3,500 


Alfesca er skráð í Norrænu OMX-kauphöllinni á Íslandi (OMXI: A). 
Upplýsingar um Alfesca er að finna á www.alfesca.com.

Fréttatilkynning þessi er birt á bæði ensku og íslensku. Ef um misræmi er að
ræða gildir enski textinn.