Í framhaldi af tilkynningu stjórnar Alfesca 27. maí sl. er nú hægt að upplýsa
að Alfesca gerði í dag samkomulag við ELL162 ehf, sem er eignarhaldsfélag hans
hátignar Sheikh Mohamed bin Khalifa Al-Thani, um að eignarhaldsfélagið muni
skrá sig fyrir 850,000,000 nýjum hlutum af höfuðstól félagsins. 

Nýju bréfin verða gefin út á áskriftarverði sem er 6,45 ISK fyrir hvern hlut og
eftir þessa aukningu verður þarna um að ræða 12,6% eignarhlut í félaginu.
Áskriftin er háð skilyrðum, m.a. um að Alfesca birti útgáfulýsingu
(prospectus). Gert er ráð fyrir að fjárfestingunni verði lokið innan 8 vikna. 

Þessi fjárfesting kemur í kjölfar þess að aðilar hafa átt í nánum viðræðum og
byggt upp samband undanfarin tvö ár. Stjórn Alfesca býður hans hátign
hjartanlega velkominn í hluthafahópinn en framundan eru spennandi tímar við að
þróa Alfesca frekar. 


Frekari upplýsingar veitir:

Antony Hovanessian	Framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar	+354 477 7000