2007 - Viðbótarupplýsingar, áritun endurskoðenda í fréttatilkynningu - Frétt síðast birt: 2008-04-03 11:29:53 CEST


Stjórn Nýsis hf samþykkti á stjórnarfundi 2. apríl 2008, ársreikning
samstæðunnar fyrir árið 2007. 

Fastafjármunir námu í árslok 48.718 milljónum kr. og veltufjármunir 4.756
milljónum kr.  Eignir voru samtals 53.474 milljónir kr. Skuldir og
skuldbindingar samstæðunnar námu 49.727 milljónum kr. og eigið fé í árslok er
3.747 milljónir kr. að meðtaldri hlutdeild minnihluta.  Velta samstæðunnar á
árinu var 9.254 milljónir kr., rekstrarhagnaður fyrir afskriftir, fjármagnsliði
og skatta var 942 m kr. en að teknu tilliti til afskrifta, fjár¬magnsliða og
skatta var tap samstæðunnar 2.343 m kr. 

Helstu lykiltölur úr samstæðuársreikningi  2007 eru birtar hér að neðan í þús.
króna.: Sjá viðhengi. 


Reksturinn á árinu 2007

Ársreikningur Nýsis hf er samstæðureikningur Nýsis hf og dótturfélaga.
Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta var 942 m kr. en að
teknu tilliti til afskrifta, fjár¬magnsliða og skatta var tap samstæðunnar
2.343 m kr. Orsök þess eru fjárfestingar í stórum verkefnum sem ekki gefa
tekjur fyrr en á árunum 2008-2010. Þar eru stærst uppbygging tónlistar- og
ráðstefnuhúss og fleiri bygginga við austurhöfnina í Reykjavík, einkaframkvæmd
í 10 skólum í Aberdeen, bygging íbúða fyrir aldraða við Mörkina í Reykjavík,
stækkun Egilshallar og kaup á togurum til fiskveiða við Marokkó. 

Samstæðureikningur Nýsis hf og dótturfélaga er áritaður með fyrirvara af
endurskoðendum félagsins.  Skýringin á þeim fyrirvara sem gerður er í áritun 
endurskoðenda er sú að samstæðan rekur fimm fiskiskip sem leigð eru af tengdum
aðila, Sæblómi hf., samkvæmt kaupleigusamningi dags. 31. desember 2006. 
Bókfært verð þessara skipa í samstæðureikningi Nýsis hf þann 31. desember 2007
er 3.575 milljónir króna eins og fram kemur í skýringu 11. í ársreikningi
samstæðunnar.  Skilyrði verðmats þessara skipa eru að leigusali geti staðið við
leigusamninginn í fyrirsjáanlegri framtíð.  Meðal viðskiptakrafna samstæðunnar
er krafa á Sæblóm hf. að fjárhæð 470 milljónir króna.  Endurskoðendur
samstæðunnar höfðu ekki fengið nægar upplýsingar um Sæblóm hf. við áritun
samstæðureikningsins og gátu því ekki staðfest að Sæblóm hf. gæti staðið við
skuldbindingar sínar við samstæðuna.  Þess vegna er gerður fyrirvari í áritun
endurskoðenda á samstæðureikning Nýsis hf. og dótturfélaga um áhrif þeirra
atriða sem hér er greint frá á ársreikning samstæðunnar.  Áritun endurskoðanda
á ársreikninginn var eftirfarandi: 


Independent auditor's report					


To the Shareholders and Board of Directors of the Nýsir hf															
We have audited the accompanying consolidated financial statements of Nýsir hf.
and it´s subsidiaries (the Group) which comprise the consolidated balance sheet
as of 31 December 2007 and the consolidated income statement, consolidated
statement of changes in equity and consolidated cash flow statement for the
year then ended and a summary of significant accounting policies and other
explanatory notes.								

								 
Management's Responsibility for the Financial Statements

Management is responsible for the preparation and fair presentation of these
consolidated financial statements in accordance with International Financial
Reporting Standards as adopted by the European Union (EU).  This responsibility
includes: designing, implementing and maintaining internal control relevant to
the preparation and fair presentation of financial statements that are free
from material misstatement, whether due to fraud or error; selecting and
applying appropriate accounting policies; and making accounting estimates that
are reasonable in the circumstances.								 

						
Auditor's Responsibility

Our responsibility is to express an opinion on these consolidated financial
statements based on our audit. Except as discussed below, we conducted our
audit in accordance with International Standards on Auditing. Those Standards
require that we comply with ethical requirements and plan and perform the audit
to obtain reasonable assurance whether the financial statements are free from
material misstatement.									 
An audit involves performing procedures to obtain audit evidence about the
amounts and disclosures in the financial statements. The procedures selected
depend on the auditor's judgment, including the assessment of the risks of
material misstatement of the financial statements, whether due to fraud or
error. In making those risk assessments, the auditor considers internal control
relevant to the entity's preparation and fair presentation of the financial
statements in order to design audit procedures that are appropriate in the
circumstances, but not for the purpose of expressing an opinion on the
effectiveness of the entity's internal control. An audit also includes
evaluating the appropriateness of accounting policies used and the 
reasonableness of accounting estimates made by management, as well as
evaluating the overall presentation of the financial
statements.								
								 
We believe that the audit evidence we have obtained is sufficient and
appropriate to provide a basis for our audit opinion.				


						
Basis for Qualified Opinion

The Group operates five fishing vessels which are leased through a leasing
agreement dated 31.12.2006 to a related party, Sæblóm hf, the lessee.  The book
value of the vessels at December 31, 2007 is ISK 3.575 million as reflected in
note 11 to the financial statements.  The criteria for the valuation of those
vessels is that the lessee will be able in the foreseable future to honor the
leasing agreement.  Among accounts receivable is a short term loan granted by
the Group to Sæblóm hf. in the amount of ISK 470 million.  We have not received
satisfactory information regarding Sæblóm hf. and therefore we were not able to
confirm whether Sæblóm hf. will be able to meet the provisions of the leasing
agreement and the terms of payment of the short term loan.								 

								
Opinion

In our opinion, except for the possible effects of the matter described in the
preceding paragraph, the accompanying consolidated financial statements give a
true and fair view of the financial position of the Group as of 31 December
2007, and of its financial performance and its cash flows for the year then
ended in accordance with International Financial Reporting Standards as adopted
by the EU. 		 

						
Emphasis of Matter

Without further qualifying our opinion, we draw attention to Note 30 in the
financial statements which discusses the Board of Directors plan in refinancing
of the Group.  As stated in the Note 30,  should the plan not fully
materialize, for whatever reasons, a material uncertainty may arise which could
cast significant doubt about the Group's ability to carry on as a going
concern.				 

												
Reykjavík, 2 April 2008.							
	
PricewaterhouseCoopers hf								
	
							
Vignir Rafn Gíslason							
	
Sighvatur Halldórsson	
							



Í árslok eru dótturfélögin Nýsir fasteignir hf. (81,9%), Nýsir Services ehf.
(100%), Stofn fjárfestingarfélag ehf. (100%), Nýsir international ehf. (100%),
Nýsir UK Limited (100%), Nýsir þróunarfélag ehf. (100%), Mörkin
eignarhaldsfélag ehf. (100%), Faenus ehf. (100%), Nysir Mediterranean Limited
(100%) og Operon International hf. (100%). 

Dótturfélög Nýsis fasteigna ehf. sem eru að fullu í eigu félagsins eru: Grípir
ehf., Þekkur ehf., Nýtak ehf., Iði ehf., Teknikum ehf., Engidalur ehf.,
Hafnarslóð ehf., Laugahús ehf., Fasteignafélag Austurbæjar ehf., Gránufélagið
ehf., Borgarhöllin ehf. og Egilshöllin ehf. 

Dótturfélög Stofns fjárfestingarfélags eru Artes ehf.(100%), Faxafen ehf.
(50%), Hraðbraut ehf. (50%),  Sjáland ehf. (67%), Midi.is ehf. (55,5%) , Salus
ehf. (50%) og Heilsuakademían ehf. (60%) og Mostur ehf. (100%). Dótturfélag
Mosturs er Laxnesbúið ehf. (70%). 

Dótturfélag Nýsis international ehf. er Nysir Danmark ApS. Í eigu Nysir Danmark
ApS eru Jehl ApS Tietgens Have (100%) og Jehl ApS Atriumhuset (100%). 

Í eigu Nysir UK Limited eru NYOP Aberdeen Limited (100%), NYOP Ruthin Limited
(100%) og  IBSEC (Operon) (69%). 

Dótturfélög Nýsis þróunarfélags eru Golf ehf. (82,7%) og Viðskiptahöllin ehf.
(100%). 

Eru öll ofangreind félög innifalin í samstæðureikningum.

Helstu hlutdeildarfélög eru  í Eignarhaldsfélaginu Portus ehf. (50%), Situs
ehf. (50%)  og Fasteignafélaginu Lækjarhlíð ehf (50%). 

Á árinu 2007 voru undirritaðir nokkrir mikilvægir samningar, auk þess sem unnið
var að öflun nýrra verkefna. 

Þann 21. desember s.l. voru undirritaðir samningar við borgarstjórn Aberdeen um
byggingu og rekstur 10 skóla og 1 íþróttamiðstöðvar í einkaframkvæmd.
Heildarfjárfesting vegna verkefnisins er áætluð um 16,5 milljarðar króna og
dreifist á árin 2007-2010. Um er að ræða leigu- og rekstrarsamning til 30
ára,en að samningstíma loknum er mannvirkjunum skilað til borgarinnar.
Samstarfsaðilar eru E. Pihl og Søn A/s, Landsbankinn og Operon. 

Mostur ehf., dótturfélag Nýsis, keypti allar fasteignir Háskólans í Bifröst í
ágúst 2007. Um er að ræða skólahúsnæði í 5 samtengdum byggingum, alls 4.400 m2
að stærð, 11 starfsmannaíbúðir, alls 1.760 m2 og 90 íbúðir á nemendagörðum,
alls 6.900 m2. Í heild er um að ræða rúmlega 12 þús. fermetra. Þetta var
tímamótasamningur á sviði fjármögnunar og eignarhalds í skólarekstri á Íslandi.
Mun Mostur leigja Háskólanum á Bifröst allar fasteignirnar, en skólinn á
endurkauparétt á 5 ára fresti. Mostur mun sjá um endurbættur og viðhald á elstu
húsum háskólans, sem mörg hver eru mikilvæg menntasögu landsins. Nýsir
fasteignastjórnun mun svo sjá um daglegan rekstur skólans. 

Á sumardaginn fyrsta var Íþróttamiðstöðin Lágafell í Mosfellsbæ vígð. Eigandi
mannvirkisins er Fasteignafélagið Lækjarhlíð ehf. sem er í jafnri eigu
Mosfellsbæjar og Nýsis hf. Um rekstur Íþróttamiðstöðvarinnar sér Nýsir Services
ehf. Í Íþróttamiðstöðinni er íþróttasalur, útisundlaug, kennslusundlaug inni,
líkamsræktarstöð, nuddstofa, gufuböð og kaffitería. Aðsókn hefur verið mjög góð
frá opnun hússins. 

Á árinu var unnið að stækkun Egilshallar sem mun styrkja starfsemi hússins. Í
nýrri 3.300 m2 álmu verður kvikmyndahús, keilusalur og nýtt anddyri. Sambíó
verða með fjóra kvikmyndasali fyrir allt að 800 manns. Samhliða þessu verður
lokið við að innrétta rými á fyrstu hæð Egilshallar sem ætluð eru fyrir ýmsa
þjónustustarfsemi, veislusali og veitingar. Á nýju útisvæði norðan við
Egilshöllina, er upphitaður gervigrasvöllur, ásamt þremur sparkvöllum og
tveimur tennisvöllum. Við austurgafl hússins var byggð geymsla fyrir búnað.
Framkvæmdum mun ljúka haustið 2008. 

Á árinu 2007 lauk byggingu 24 íbúða fyrir Gránufélagið á Akureyri og eru þær
allar komnar í útleigu. 

Á árinu 2007 var haldið áfram með framkvæmdir við tónlistar- og ráðstefnuhúsið
og aðra uppbyggingu við austurhöfnina í Reykjavík.  Nýsir er 50% eignaraðili að
Eignarhaldsfélaginu Portus ehf. sem er verkefnisfélag um tónlistar- og
ráðstefnuhúsið og að Situs ehf. sem er verkefnisfélag um aðra uppbyggingu á
svæðinu svo sem hótel, bílastæðakjallara, skrifstofu¬byggingar,
verslunarhúsnæði, íbúðarhúsnæði o.fl. Um er að ræða byggingar sem í heild eru
yfir 110 þús. m2.  Samstarfsaðili Nýsis hf. í þessu verkefni er Landsbankinn
fasteignafélag ehf. 


Breytingar á reikningsskilaaðferðum

Félagið hefur skuldabréf skráð í Kauphöll Íslands og bar því samkvæmt lögum um
ársreikninga að taka upp alþjóðlega reikningsskilastaðla í
samstæðureikningsskilum sínum frá og með 1. janúar 2007.  Breytingar vegna þess
á afkomu og efnahag voru ekki verulegar þar sem samstæðan hefur metið
fjárfestingareignir sínar á gangvirði með svipuðum hætti og heimilt er í
alþjóðlegum reikningsskilastaðli nr. 40 um fjárfestingareignir (IAS 40). 


Framtíðaráform

Félagið hefur tekist á hendur stór verkefni á sviði einkaframkvæmdar,
fjárfestinga í fasteignum, fasteignastjórnunar og rekstrarverktöku, bæði
innanlands og erlendis. Starfsemi félagsins eflist mjög í Bretlandi og Danmörku
á starfsárinu. 

Vegna erfiðrar stöðu á alþjóðlegum fjármálamörkuðum hefur stjórn félagsins gert
samning við Landsbanka Íslands um aðstoð við sölu á eignum, öflun nýs hlutafjár
og fjárhagslega endur¬skipulagningu lána til að tryggja framgang þeirra
verkefna sem félagið er með í þróun. 

Áætluð velta Nýsis hf og dótturfélaga á árinu 2008 mun verða 11-12 milljarðar
króna. 


Nánari upplýsingar veita Stefán Þórarinsson, stjórnarformaður og Höskuldur
Ásgeirsson, forstjóri félagsins í síma 540-6300.

Attachments

nysir tilkynning afkomu 2007.pdf nysir_-_arsreikningur_2007_ls.pdf