Moody's endurskoðar lánshæfismatseinkunn Landsbankans til mögulegrar lækkunar



Moody's endurskoðar lánshæfismatseinkunn Landsbankans til mögulegrar
lækkunar
Alþjóðlega matsfyrirtækið Moody's Investors Service hefur tekið til
athugunar
lánshæfismatseinkunn Landsbankans A2 / C-  með mögulega lækkun í
huga. Hins vegar hefur einkunn vegna innlendra og erlendra
skammtímaskuldbindinga bankans, P-1, verið staðfest, en það er
jafnframt hæsta einkunn sem gefin er af Moody's.

Nánari rökstuðning má finna í fréttatilkynningu frá Moody's hér
meðfylgjandi.

Frekari upplýsingar veitir Brynjólfur Helgason, framkvæmdastjóri
Alþjóðasviðs í s. 820-6340.

Attachments

Tilkynning fra Moodys - 30 september 2008.pdf