Uppgjör fyrir þriðja ársfjórðung 2008



Helstu niðurstöður fyrir þriðja ársfjórðung 2008

  * Sala var 87,3 milljónir Bandaríkjadala, jókst um 6% frá sama
    tímabili 2007.
  * EBITDA var 21,1 milljón Bandaríkjadala, jókst um 50% frá sama
    tímabili 2007.
  * EBITDA hlutfall var 24%, samanborið við 17% á sama tíma í fyrra.
  * Hagnaður tímabilsins var 13,7 milljónir Bandaríkjadala,
    samanborið við 2,2 milljónir á sama tímabili 2007.
  * Hagnaður að viðbættum afskriftum á útistandandi hlut að teknu
    tilliti til kauprétta var 4,60 bandarísk sent, samanborið við
    2,10 sent á sama tímabili 2007.
  * Hagnaður á hlut að teknu tilliti til kauprétta var 3,24 bandarísk
    sent, samanborið við 0,56 sent á sama tímabili í fyrra.

Helstu niðurstöður fyrir fyrstu níu mánuði ársins 2008

  * Sala var 269,9 milljónir Bandaríkjadala, jókst um 8% frá sama
    tímabili 2007.
  * EBITDA var 63,1 milljónir Bandaríkjadala, jókst um 52% frá sama
    tímabili 2007.
  * EBITDA hlutfall var 23%, samanborið við 17% á sama tímabili 2007.
  * Hagnaður tímabilsins var 24,3 milljónir Bandaríkjadala,
    samanborið við 900 þúsund dali á sama tímabili 2007.
  * Hagnaður að viðbættum afskriftum á útistandandi hlut að teknu
    tilliti til kauprétta var 10,0 bandarísk sent, samanborið við
    4,94 sent á sama tímabili í fyrra.
  * Hagnaður á hlut að teknu tilliti til kauprétta var 5,75 bandarísk
    sent, samanborið við 0,24 sent á
  * sama tímabili í fyrra.


Jón Sigurðsson, forstjóri:"Við erum ánægð  með niðurstöður  þriðja ársfjórðungs  og fyrstu  níu
mánuði  ársins.  Okkur  hefur  tekist  að  auka  arðsemi  rekstursins
ágætlega þrátt fyrir að söluvöxtur hafi verið hægari en áætlað var. Á
síðustu tveimur árum höfum við lagt ríka áherslu á  innleiðingarferli
og sameiningu til þess að byggja  upp sterkt fyrirtæki á sviði  stoð-
og stuðningstækja.  Í  dag  eru tekjur  félagsins  dreifðar  og  gott
jafnvægi er  milli  Bandaríkjanna og  Evrópu.  Fjárhagslegur  styrkur
Össurar er góður og  er eiginfjárhlutfallið 43%.  Við gerum ekki  ráð
fyrir að  sveiflur  á  fjármálamörkuðum muni  hafa  veruleg  áhrif  á
rekstur félagsins  þar sem  Össur starfar  innan  heilbrigðisgeirans.
Þegar á heildina er litið teljum  við að okkur hafi tekist að  byggja
upp sterkt fyrirtæki og byggja góðan grunn fyrir framtíðarvöxt"

Live comments form the CEO, see link here below:
www.ossur.com/ceocomments


The press release including tables,  the Market Presentation Q3  2008
and the  Financial  Statement Q3  2008  can be  downloaded  from  the
following links:

Attachments

Ossur Q3 2008 afkomufrett.pdf Ossur hf Q3 2008 Financial Statement.pdf Ossur Q3 2008 Market Presentation.pdf