- Aðlögun SPRON í hlutabréfavísitölum


Eftirfarandi aðlögun byggir á ákvörðun Fjármálaeftirlitsins (FME) um að taka
yfir vald hluthafafundar Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis hf. (SPRON) þann
21. mars 2009 og beiðni sem barst í kjölfar þess frá skilanefnd SPRON um töku
hlutabréfa félagsins úr viðskiptum. 

Með hliðsjón af ofangreindu hefur NASDAQ OMX tekið þá ákvörðun, í samræmi við
reglu 5.1 í “Rules for Construction and Maintenance of the NOREX All-Share,
Sector, Benchmark and Tradable indices” og reglu 4.1 í “Reglum um samsetningu
og viðhald OMXI15 vísitölunnar” að aðlaga dagslokaverð SPRON í núll (0) í
vísitöluútreikningum. 

SPRON (SPRON, IS0000010932) verður fjarlægt úr íslensku hlutabréfavísitölunum á
verðinu núll, í kjölfar töku hlutabréfa félagsins úr viðskiptum, eftir lok
viðskipta þann 23. mars 2009. 

NASDAQ OMX

Magdalena Hartmann
Vice President Global Financial Products

Ida Gustavsson
Index Manager Global Financial Markets

Sé nánari upplýsinga óskað má hafa samband við Ida Gustavsson eða Magdalena
Hartmann, í síma +46 8 405 6296, eða index@nasdaqomx.com 

Frá og með 1. apríl 2009 munu vísitöluupplýsingar berast í gegnum Global Index
Watch og  vísitölutilkynningar þar með hætta að birtast undir
markaðstilkynningum. Nánari upplýsingar um þá þjónustu má finna á vefsíðu
NASDAQ OMX Global Index Data Services
(http://nordic.nasdaqomxtrader.com/marketdata/) eða Global Index Watch
(https://indexes.nasdaqomx.com/)  á vefsíðum NASDAQ OMX. Spurningum um
þjónustuna skal beina til NASDAQ OMX Global Data Sales,
globaldatasales@nasdaqomx.com eða í síma +1 301 978 5307 eða +45 33 93 33 66.