- Viðskipti hefjast með hlutdeildarskírteini ICEQ


Í dag hefjast viðskipti á ný með hlutdeildarskírteini ICEQ. 

Í ICEQ eru í dag eignir sem tilheyra OMXI6cap vísitölunni, svo og innlán. Auk
þess á sjóðurinn hluti í Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis hf. Þar sem
Fjármálaeftirlitið ákvað að stöðva tímabundið viðskipti með fjármálagerninga
tiltekinna félaga, þ.á m. hluti Sparisjóðsins, frá og með 6. október 2008,
hefur innlausn hlutdeildarskírteina ICEQ verið frestað frá sama tíma. 

Eignasamsetning sjóðsins er birt daglega í fréttaveitu NASDAQ OMX Iceland hf.
og reiknar OMX gengi á innra virði ICEQ verðbréfasjóðs í gegnum ENAV15
vísitöluna. 



Ef óskað er frekari upplýsinga hafið samband við:

Sigþór Jónsson, sjóðstjóri
+354 444 6954
sigthor.jonsson@rkb.is

Jóhann Möller, sjóðstjóri
+354 444 7471
Johann.moller@rkb.is

24. mars 2009
Rekstrarfélags Kaupþings banka hf.