Uppgjör fyrsta ársfjórðungs 2009


Afkoma Icelandair Group á fyrsta ársfjórðungi 2009
        
        *  Niðurstaðan betri en áætlanir gerðu ráð fyrir, þrátt fyrir mjög
           krefjandi rekstrarumhverfi. 

        *  Besta rekstrarafkoma íslenska flugfélagsins Icelandair ehf. á fyrsta
           ársfjórðungi frá því að félagið var stofnað í núverandi mynd 
        
        *  Travel Service var ekki hluti af Icelandair Group á fyrsta
           ársfjórðungi 2008 
        
        *  Heildarvelta félagsins var 20,7 milljarðar króna og jókst um 48% frá
           sama tíma í fyrra 

        *  EBITDA  var neikvæð um 2,3  milljarða en var neikvæð um 0,9 milljarða
           króna á sama tíma í fyrra. Áætlun fjórðungsins gerði ráð fyrir
           neikvæðri EBITDA að fjárhæð 4,1 milljarðar króna 
      
        *  EBIT var neikvæð um 3,5 milljarða króna en var neikvæð um  1,7
           milljarða króna á sama tíma í fyrra 
	
        *  Tap eftir skatta var 3,6  milljarðar króna en var 1,7 milljarðar
           króna á sama tíma í fyrra 
       
       *   Handbært fé í lok ársfjórðungsins var 2,8 milljarðar króna, en var
           3,3 milljarðar á sama tíma í fyrra 

       *   Eignir voru 98,1 milljarður króna í lok mars 2009 samanborið við 98,8
           milljarða króna í árslok 2008
 
       *   Eiginfjárhlutfall var 17,2 % í lok mars 2009, en var 20,3% í lok
           ársins 2008 
	
       *   EBITDA ársins 2009 áætluð um 6 milljarðar króna

Attachments

q1_2009_afkoma_.pdf icelandair group 31.3.2009.pdf