- 6 mánaða uppgjör 2009


Árshlutareikningur 1.1. - 30.6. 2009

• Hagnaður tímabilsins var € 1,9 milljónir (330 mkr.), en tap nam € 2,3
  milljónum (248 mkr.) sama tímabil árið áður.

• Rekstrartekjur tímabilsins voru € 18,7 milljónir (3,3 ma.kr.), en voru € 21
  milljón (2,3 ma.kr.) sama tímabil árið áður.

• Rekstrarhagnaður (EBIT), án annarra tekna og gjalda, var € 1,7 milljónir
  (299 mkr.) en var € 1 milljón (114 mkr.) sama tímabil árið áður.

• Hlutdeild í afkomu HB Granda hf., sem tekjufærð er í árshlutareikninginn,
  nemur € 568 þúsundum (99 mkr.) en gjaldfærsla vegna hlutdeildar í tapi
  var á sama tímabili árið áður € 2,8 milljónir (301 mkr.).

• Fjárliðir samtals voru € 366 þúsund (64 mkr.) til tekna en voru € 4,6
  milljónir (496 mkr.) til gjalda árið áður.

Rekstur fyrri helming ársins 2009

Rekstur samstæðunnar á tímabilinu var í takt við áætlun. Framleiðslukostnaður
hefur lækkað sem hlutfall af tekjum og Ebit framlegð var 9% af tekjum í stað 5%
sama tímabil árið áður. Fjárliðir eru hagstæðir vegna gengishagnaðar og
hlutdeildar í hagnaði HB Granda.

Efnahagur
Heildareignir voru € 78,9 milljónir í lok tímabilsins. Skuldir námu € 42,3
milljónum og eigið fé nam € 36,6 milljónum, en af þeirri upphæð eru € 5,8
milljónir hlutdeild minnihluta í eigin fé dótturfélaga. Hlutfall eigin fjár,
þegar hlutdeild minnihluta er meðtalin með eigin fé, var í árslok 46% af
heildareignum samstæðunnar. 


Árshlutareikningurinn er á heimasíðu Hampiðjunnar hf., www.hampidjan.is.

Attachments

hampidjan - lykiltolur 30. juni 2009.xls hampijan hf  30  juni 2009.pdf