Uppgjör Össurar - annar ársfjórðungur 2010


Fréttatilkynning frá Össuri hf. nr. 19/2010

Reykjavík, 27. júlí 2010

 

 

MIKIL SÖLUAUKNING

 

Sala - Sala jókst talsvert á öðrum ársfjórðungi eða um 12%, mælt í staðbundinni mynt. Salan nam alls 90 milljónum Bandaríkjadala samanborið við 81 milljón dala á öðrum ársfjórðungi í fyrra. Sala jókst í báðum stærstu vöruflokkum félagsins, stoðtæki um 15% og spelkur og stuðningsvörur um 11%.

 

Arðsemi - Össur sýnir áfram góðan hagnað. EBITDA nam 20 milljónum Bandaríkjadala eða 22% af sölu og framlegðin nam 56 milljónum dala eða 62% af sölu. Framlegð er stöðug og aukin arðsemi er til komin vegna aukinnar sölu. Hagnaður á tímabilinu nam 14 milljónum Bandaríkjadala samanborið við 2 milljónir dala á sama tímabili í fyrra. Gengishagnaður á fjármagnsliði hefur mikil jákvæð áhrif á hagnað.

 

Jón Sigurðsson, forstjóri:

 

"Árangurinn á öðrum ársfjórðungi var mjög góður á öllum mörkuðum og vöxtur í helstu vöruflokkum. Nýjum spelkum og stuðningsvörum var vel tekið á fyrri helmingi ársins og það á sinn þátt í aukinni sölu. Sala á stoðtækjum hefur gengið vel og aukist í öllum vörulínum. Sala á hátæknivörunum gengur áfram vel."

 

Helstu áfangar á öðrum fjórðungi:

 

  • Góð frammistaða í spelkum og stuðningsvörum - Sala á spelkum og stuðningsvörum var mjög góð í Bandaríkjunum á öðrum ársfjórðungi. Annan ársfjórðunginn í röð gengur mjög vel í Bandaríkjunum og er söluaukning yfir markaðsvexti. Söluaukning á spelkum og stuðningsvörum hjá EMEA var í takt við markaðsvöxt.

  • Vöxtur í öllum stoðtækjavörulínum - Sala á stoðtækjum gengur áfram mjög vel, bæði í Bandaríkjunum og hjá EMEA, og hefur aukist umfram markaðsvöxt. Sala á hátæknivörunum nam 15% af sölu stoðtækja á fjórðungnum. Gert er ráð fyrir að vöxturinn verði ekki eins mikill á seinni hluta ársins.  

 

Áætlun - Stjórnendur gera ráð fyrir að söluaukning verði í efri mörkum eða jafnvel aðeins yfir fyrri áætlun, sem gerði ráð fyrir 4-6% innri vexti á árinu, mælt í staðbundinni mynt. Gert er ráð fyrir innri EBITDA vexti yfir 10%, mælt í staðbundinni mynt. 

 

Símafundur kl. 10:00 þriðjudaginn 27. júlí

 

Í dag, þriðjudaginn 27. júlí, verður haldinn símafundur fyrir fjárfesta, hluthafa og aðra markaðsaðila þar sem farið verður yfir niðurstöður 2. ársfjórðungs 2010. Fundurinn hefst kl. 10:00 GMT / 12:00 CET / 6:00 EST. Á fundinum munu þeir Jón Sigurðsson, forstjóri, og Hjörleifur Pálsson, fjármálastjóri, kynna afkomu félagsins og svara spurningum. Fundurinn fer fram á ensku og verður hægt að fylgast með honum á netinu á slóðinni www.ossur.com/investors

 

Símanúmer til að taka þátt í fundinum eru:

Evrópa: + 44 (0) 20 3043 2436 eða

+46(0)8 505 598 53

Bandaríkin: +1 866 458 40 87

Ísland: 800 8660

 

 

Nánari upplýsingar: 

Jón Sigurðsson, forstjóri sími: 515-1300
Hjörleifur Pálsson, fjármálastjóri sími: 515-1300
Sigurborg Arnarsdóttir, fjárfestatengill sími: 664-1044

 

 

Vinsamlega athugið að þetta yfirlit nær aðeins yfir helstu þætti uppgjörsins.
Tilkynningu í fullri lengd á ensku er að finna á www.ossur.com/investors

 

 


Attachments

Ossur Press Release Q2 2010 English Q2 2010 Investor Presentation Ossur Financial Statements 30.6.2010