Afkomuviðvörun


Reykjaneshöfn hefur ekki tekist að standa við fjárhagslegar skuldbindingar á
þessu ári allt frá 1. maí 2010. Um er að ræða skráða verðbréfaflokka RNH 04 1,
RNH 05 1 og RNH 08 1, auk annarra lána og skuldabréfa sem ekki eru skráð á
markaði. Um er að ræða samtals 219 milljónir króna. Einnig er fyrirséð að
stofnunin muni ekki getað staðið skil á greiðslum þann 1. nóvember 
næstkomandi af skráðum skuldabréfaflokki RNH 08 1 samtals að fjárhæð 145
milljónir króna. 

Þá hefur Reykjaneshöfn samið um lán frá Lánasjóð sveitarfélaga að fjárhæð 48
milljónir króna. Lánið  er til 14 ára og er tekið til að endurfjármagna
afborganir á lánum hafnarinnar í nóvember 2010 hjá  Lánasjóðnum. Samningurinn
er gerður með fyrirvara um samþykki bæjarráðs Reykjanesbæjar. 

Reykjaneshöfn hefur ráðið fjármálaráðgjafa sér til liðsinnis og stefnt er að
því að boða til fundar með lánardrottnum eins fljótt og auðið er.

Nánari upplýsingar veitir Pétur Jóhannsson, framkvæmdastjóri Atvinnu‐ og
hafnasviðs Reykjanesbæjar í síma 420‐3222.