Kaup Lánamála ríkisins á ríkisskuldabréfum samhliða öðru gjaldeyrisútboði Seðlabanka Íslands


Í tilkynningu Lánamála ríkisins þann 28. mars 2011 kemur fram að kaupendur gjaldeyris í útboðum Seðlabanka Íslands geti selt ríkissjóði ríkisvíxla og ríkisbréf með gjalddaga fyrir árslok 2013 til fjármögnunar á gjaldeyriskaupum.  Í fréttatilkynningum 6. og 8 júlí tilkynntu Lánamálin kjörin sem buðust kaupendum gjaldeyris í fyrsta útboðinu sem var haldið í gær, 12. júlí.

Kaupendur gjaldeyris nýttu sér ekki þennan rétt og því keyptu Lánamál ríkisins f.h. ríkissjóðs ekkert af ríkisskuldabréfum.


Attachments