Tilkynning frá Reykjaneshöfn


Í tilefni af tilkynningu Landsvirkjunar til Íslenska Kísilfélagsins ehf. um að framlengja ekki raforkusölusamning við Íslenska Kísilfélagið ehf. vill Reykjaneshöfn koma eftirfarandi atriðum á framfæri:


- Þrátt fyrir afdrif samnings Landsvirkjunar við Íslenska Kísilfélagið ehf. hefur það ekki áhrif á getu Reykjaneshafnar til þess að standa skil á greiðslu af skráðum skuldabréfaflokki sem er á gjalddaga þann 15. apríl n.k., né af lánssamningum sem eru efnislega samhljóða skuldabréfunum og með sama gjalddaga.

- Fjölmargir aðilar hafa að undanförnu sýnt áhuga á framkvæmdum vegna kísilvers í Helguvík og mun Reykjanesbær/Reykjaneshöfn kanna möguleika á slíku, komi til þess að ekki verði að framkvæmdum Íslenska Kísilfélagsins ehf. í Helguvík.