Fjárhagsáætlun 2014 fyrir Langanesbyggð


Meðfylgjandi er fjárhagsáætlun 2014 fyrir Langanesbyggð

Eftirfarandi bókun var samþykkt á sveitarstjórnarfundi Langanesbyggðar í dag. Fundargerðin verður birt í heild sinni síðar í dag.

 

Fjárhagsáætlun 2014

Helstu forsendur og rekstrarniðurstöður:

Samkvæmt fjárhagsáætlun 2014 eru útsvar, skatttekjur og fasteignaskattar sveitarfélagsins áætlaðar tæplega 240 milljónir kr. framlög úr jöfnunarsjóði sveitarfélaga tæplega 160 milljónir kr. og aðrar tekjur tæplega 304 milljónir kr. Samtals eru tekjur áætlaðar 703,5 milljónir kr.

Gert er ráð fyrir að laun og launatengd gjöld sveitarfélagsins og stofnanna þess verði 331,3  milljónir kr eða sem svarar 47 % af heildartekjum þess. Annar rekstrarkostnaður er áætlaður 225,6 milljónir kr. Afskriftir eru áætlaðar 51,2 milljónir kr. Fjármagnsgjöld eru áætluð 47,8 milljónir kr.

Rekstrarniðurstaða A og B hluta verður fyrir afskriftir og fjármagnsgjöld jákvæð um 146,6 milljónir kr. Rekstrarniðurstaða ársins er jákvæð að upphæð 47,6 milljónir kr.

Gert er ráð fyrir að veltufé frá rekstri verði jákvætt um 117,5 milljónir kr. sem er 16,7% af heildartekjum.

Handbært fé í árslok er áætlað 59,6 milljónir kr.

Gert er ráð fyrir því að staðin verði vörð um velferðakerfið og leitað verði allra leiða til að hagræða í rekstri.

Áætlunin borin undir fundinn og samþykkt samhljóða


Attachments

samþykkt fjarhagsaaetlun langanesbyggdar 2014.pdf