Sigurður Stefánsson ráðinn fjármálastjóri CCP


Sigurður Stefánsson hefur verið ráðinn fjármálstjóri CCP hf. og tekur sæti í framkvæmdastjórn félagsins. Sigurður tekur við starfinu af Joe Gallo sem verið hefur fjármálastjóri frá árinu 2009.

Sigurður hefur frá árinu 2008 gegnt stöðu fjármálastjóra Latabæjar ásamt því að vera staðgengill framkvæmdarstjóra. Hann hefur víðtæka reynslu af fjármálastjórnun og rekstri. Sigurður var jafnframt annar tveggja framleiðanda Latabæjarþáttana eftir að Turner, dótturfélag Time Warner, keypti Latabæ í september árið 2011. Starfsemi Latabæjar var svo að fullu flutt til Bretlands í árslok 2014.

Áður starfaði Sigurður hjá Íslandsbanka í Danmörku og Noregi, og þar áður hjá Actavis og skatta- og endurskoðunarsviði Deloitte.

Sigurður er löggiltur endurskoðandi með MSc gráðu í fjármálum og stefnumótun frá Copenhagen Business School. Sigurður er kvæntur Stellu Maríu Ármann og eiga þau þrjú börn.

Um CCP hf.

CCP hf. framleiðir og gefur út fjölspilunar-tölvuleikina

EVE Online og DUST 514, auk þess að vera með leikinn EVE: Valkyrie í þróun. Fyrirtækið var stofnað í Reykjavík árið 1997 og er þar með höfuðstöðvar sínar. Hjá fyrirtækinu starfa rúmlega 300 manns á skrifstofum þess í Reykjavík, Shanghai, Atlanta og Newcastle.

 

Frekar upplýsingar veitir:

Eldar Ástþórsson, upplýsingafulltrúi CCP Netfang: eldar@ccpgames.com Sími 869 8179