Sjóvá - Leiðrétting við frétt 2015-03-26 19:52:02

Tímamörk arðsúthlutunar


Í áður birtri frétt um helstu niðurstöður aðalfundar í Sjóvá-Almennum tryggingum hf. þann 26. mars 2015 láðist að geta um tímamörk arðsúthlutunar í tengslum við tillögu um arðgreiðslu sem samþykkt var á fundinum. Niðurstöður fundarins varðandi arðgreiðslu voru þessar:

Fundurinn samþykkti tillögu stjórnar um arðgreiðslu sem nemur um 4 milljörðum króna. Arðsfjárhæð nemur kr. 2,51 á hlut fyrir árið 2014. Arðsákvörðunardagur er 26. mars 2015 og þar af leiðir að skráðir hluthafar í lok dags. 30. mars 2015, sem telst arðsréttindadagur, eiga rétt á arðgreiðslu. Fyrsti viðskiptadagur eftir arðsákvörðunardag er 27. mars 2015 og er hann arðleysisdagur. Útborgunardagur arðs er 16. apríl 2015.