VERÐBRÉFASKRÁNING ÍSLANDS VERÐUR NASDAQ VERÐBRÉFAMIÐSTÖÐ


Reykjavík, 6. maí, 2015 — Verðbréfaskráning Íslands hf. tekur upp nafnið Nasdaq verðbréfamiðstöð hf. (á ensku Nasdaq CSD Iceland hf.). Nafnabreytingin er liður í því að tengja fyrirtækið með sýnilegri hætti við bandaríska móðurfélagið Nasdaq og þannig endurspegla alþjóðlegar tengingar íslensku starfseminnar.

Nasdaq verðbréfamiðstöð var stofnuð árið 1997 þá sem Verðbréfaskráning Íslands. Frá árinu 2008 hefur fyrirtækið verið í eigu kauphallarsamstæðunnar Nasdaq, sem á og rekur kauphallir á 26 mörkuðum, 5 verðbréfaskráningar og 1 uppgjörshús. Helsta hlutverk Nasdaq verðbréfamiðstöðvar er m.a. að sjá um miðlæga skráningu rafrænna verðbréfa fyrir útgefendur á íslenskum markaði og sjá um miðlæga vörslu og uppgjör rafrænna verðbréfa fyrir reikningsstofnanir. Framkvæmdastjóri Nasdaq verðbréfamiðstöðvar er Guðrún Ó. Blöndal.

Frekari upplýsingar um starfsemi Nasdaq verðbréfamiðstöðvar má finna á www.vbsi.is

#

Um Nasdaq

Nasdaq  (Nasdaq:NDAQ) er leiðandi í þjónustu á sviði verðbréfaviðskipta, kauphallartækni, skráninga, upplýsingaþjónustu og þjónustu við skráð fyrirtæki í sex heimsálfum. Nasdaq gerir viðskiptavinum sínum kleift að skipuleggja, hagræða og framkvæma framtíðarsýn sína í viðskiptum af öryggi, með margreyndri tækni sem veitir gagnsæi og innsýn í nútíma alþjóðlega fjármálamarkaði. Nasdaq er frumkvöðull í rafrænum kauphallarviðskiptum, en tækni þess er notuð á yfir 70 mörkuðum í 50 löndum og  knýr um það bil ein af hverjum 10 viðskiptum í heiminum. Nasdaq er heimili meira en 3,500 skráðra fyrirtækja að markaðsvirði yfir 9.1 billjón Bandaríkjadala. Fyrir meiri upplýsingar, heimsæktu http://nasdaq.com/ambition eða http://business.nasdaq.com.

Fyrirvari vegna staðhæfinga um framtíðarhorfur

Þau mál sem hér er skýrt frá taka til staðhæfinga um framtíðarhorfur sem gerðar eru samkvæmt svonefndum Safe Harbor ákvæðum í bandarískum verðbréfalögum frá 1995 (Private Securities Litigation Reform Act of 1995). Þessar staðhæfingar taka meðal annars til en takmarkast þó ekki við staðhæfingar um afurðir og þjónustu Nasdaq. Við minnum á að þessar staðhæfingar eru ekki trygging fyrir framtíðarafkomu. Raunveruleg niðurstaða kann að vera allt önnur en sú sem fram kemur berum orðum eða með öðrum hætti í staðhæfingum um framtíðarhorfur. Í staðhæfingum um framtíðarhorfur eru ýmsir áhættu- og óvistir eða aðrir þættir sem Nasdaq hefur ekki stjórn á. Þessir þættir byggjast á en takmarkast þó ekki við þætti sem gerð er grein fyrir í árssuþætskýrslu Nasdaq á svonefndu Form 10-K og árshlutaskýrslum sem sendar eru til bandaríska verðbréfaeftirlitsins. Við tökumst ekki á hendur neinar skuldbindingar um að endurskoða að neinu leyti staðhæfingar um framtíðarhorfur.

 

         Fjölmiðlar:
         Kristín Jóhannsdóttir
         868 9836
         kristin.johannsdottir@nasdaq.com

Guðrún Blöndal, framkvæmdastjóri Nasdaq verðbréfamiðstöðvar

Attachments

2015_0506_VBSI verdur Nasdaq Verdbrefamidstod.pdf