Fjárfestingaspá lækkuð


Reykjavík, 2017-02-16 18:15 CET (GLOBE NEWSWIRE) -- Stjórn Orku náttúrunnar (ON), dótturfélags alfarið í eigu Orkuveitu Reykjavíkur (OR), hefur ákveðið að lækka fyrri fjárfestingaspá til og með árinu 2022 um 8 milljarða króna.

Eftir nákvæma greiningu jarðvísinda- og tæknifólks á gufuforða Hellisheiðarvirkjunar, stærstu virkjunar ON, breytti stjórn fyrirtækisins fjárfestingaspá til lækkunar. Sparnaðurinn felst einkum í fækkun fyrirhugaðra borholna frá fyrri áformum og tengingu þeirra við virkjunina. Fyrri fjárfestingaspá ON var hluti þeirrar fjárhagsspár OR fyrir 2017 og fimm ára áætlunar fyrir árin 2018-2022 sem birt var 28. nóvember 2016.

         Nánari upplýsingar:
         Bjarni Bjarnason
         forstjóri OR og formaður stjórnar ON
         516 6100