Kvika banki hf.: Hætt við sameiningu Virðingar og Kviku


Tilkynning

Reykjavík, 28. mars 2017

Hætt við sameiningu Virðingar og Kviku

Stjórnir Virðingar hf. og Kviku banka hf. hafa tekið sameiginlega ákvörðun um að slíta viðræðum um sameiningu félaganna. Ákvörðun um að enda samrunaferlið, sem hófst formlega 28. nóvember síðastliðinn, er tekin að vel ígrunduðu máli og er það sameiginlegt álit stjórna beggja félaganna að fullreynt sé. Starfsfólk Virðingar og Kviku hefur lagt hart að sér við undirbúning samrunans og hefur sú vinna gengið afar vel þrátt fyrir þessa niðurstöðu.

Nánari upplýsingar veita:
Þorsteinn Pálsson, stjórnarformaður Kviku banka hf. í síma 540 3200.
Kristín Pétursdóttir, stjórnarformaður Virðingar hf. í síma 565 8500.

Um Kviku 

Kvika er sérhæfður fjárfestingabanki sem sinnir þörfum viðskiptavina á afmörkuðum syllum með fagþekkingu og sérhæfðu vöruframboði. Burðarás Kviku er öflug eignastýring og bankinn veitir sparifjár- og innlánseigendum alhliða þjónustu. Hjá samstæðu Kviku starfar samhentur hópur 86 sérfræðinga sem nær árangri í krafti menntunar, markaðsþekkingar og víðtækrar reynslu. Forstjóri er Sigurður Atli Jónsson og formaður stjórnar er Þorsteinn Pálsson. Eignarhald Kviku er gagnsætt og er hann eini bankinn sem er að nær fullu í eigu einkaaðila s.s. lífeyrissjóða, fyrirtækja og einstaklinga. Nánar á: www.kvika.is.  

Um Virðingu 

Virðing er alhliða verðbréfafyrirtæki sem veitir fjárfestingatengda þjónustu á sviði eignastýringar, markaðsviðskipta, fyrirtækjaráðgjafar og reksturs framtakssjóða. Hjá Virðingu starfa 34 sérfræðingar og hefur félagið starfsleyfi sem verðbréfafyrirtæki og starfar undir eftirliti FME. Virðing er með ríflega 100 milljarða króna í eignastýringu og starfsemi í Borgartúni 29 í Reykjavík. Forstjóri félagsins er Hannes Frímann Hrólfsson og formaður stjórnar er Kristín Pétursdóttir. Nánar á www.virding.is