Vegna kaupa Haga hf. á Olíuverzlun Íslands hf. og DGV ehf.

Fyrirvara um niðurstöður áreiðanleikakönnunar aflétt


Þann 26. apríl sl. tilkynntu Hagar um undirritun kaupsamnings um kaup á öllu hlutafé í Olíuverzlun Íslands hf. og fasteignafélagsins DGV ehf. Kaupsamningarnir voru undirritaðir með fyrirvara um niðurstöður áreiðanleikakönnunar, samþykki hluthafafundar fyrir aukningu hlutafjár og samþykki Samkeppniseftirlitsins.

Það tilkynnist hér með að fyrirvara um niðurstöður áreiðanleikakönnunar hefur verið aflétt. Þá má árétta að hluthafafundur samþykkti aukningu hlutafjár á aðalfundi félagsins þann 7. júní sl. Enn er í gildi fyrirvari um samþykki Samkeppniseftirlitsins en vænta má niðurstöðu eftirlitsins undir lok árs 2017.

 

  

Nánari upplýsingar veitir Finnur Árnason, forstjóri Haga hf., í síma 530-5500.