Kvika banki hf.: Hluthafafundur samþykkir aukna heimild stjórnar til hækkunar hlutafjár


Hluthafafundur Kviku banka hf. fór fram í dag, 14. júlí 2017. Á fundinum var samþykkt að hækka heimild stjórnar til hlutafjárhækkunar samkvæmt A lið bráðabirgðaákvæðis I í samþykktum félagsins úr 200 milljónum króna í 400 milljónir króna að nafnvirði. Verði önnur skilyrði samþykkts kauptilboðs Kviku banka hf. í allt hlutafé Virðingar hf. uppfyllt er gert ráð fyrir að andvirði hlutafjárhækkunar samkvæmt heimildinni verði nýtt til greiðslu kaupverðs alls hlutafjár Virðingar hf.

Hluthafar Kviku banka hf. munu hafa forgangsrétt til áskriftar að nýjum hlutum.  Ráðgert er að forgangsútboð vegna nýrra hluta verði haldið á næstu vikum.

Vinna við tilkynningar til Samkeppniseftirlitsins og Fjármálaeftirlitsins er á lokastigum.

Nánari upplýsingar veitir:

Ármann Þorvaldsson, forstjóri Kviku banka hf., í síma 540 3200.