Skuldabréfaútboð OR 28. september

- Kynningarfundur 26. september


Orkuveita Reykjavíkur, 2017-09-25 12:31 CEST (GLOBE NEWSWIRE) -- Opinn kynningarfundur verður haldinn þriðjudaginn 26. september 2017 í húsi Orkuveitu Reykjavíkur að Bæjarhálsi 1. Ingvar Stefánsson, framkvæmdastjóri Fjármála OR, mun kynna fjárhag félagsins og svara spurningum. Fundurinn hefst kl. 16.15.

Fimmtudaginn 28. september 2017 verða boðin til sölu ný skuldabréf í þremur neðangreindum flokkum Orkuveitu Reykjavíkur, sem allir hafa verið teknir til viðskipta á Aðalmarkaði Nasdaq Iceland.

Flokkur OR090546:  Verðtryggð jafngreiðslubréf til tæpra 29 ára. Áður útgefin skuldabréf að nafnverði 9.781.724.833 kr.

Flokkur OR090524:  Verðtryggð jafngreiðslubréf til tæpra 7 ára. Áður útgefin skuldabréf að nafnverði 2.088.000.000 kr.

Flokkur OR011222:  Vaxtagreiðslubréf til 5 ára. Áður útgefin skuldabréf að nafnverði 850.000.000 kr.

Fjárfestingarbankasvið Arion banka hefur umsjón með útboðinu og kynnir það fyrir hugsanlegum fjárfestum. Útboðið verður lokað og með hollenskri aðferð, þar sem öll skuldabréf verða seld á hæstu ávöxtunarkröfu sem tekið verður í hverjum flokki. OR áskilur sér rétt til að taka hvaða tilboði sem er að hluta eða í heild eða hafna öllum. Niðurstöður útboðsins verða birtar opinberlega eigi síðar en næsta virka dag eftir útboð.

Nánari upplýsingar:

Birgir Guðfinnsson, markaðsviðskiptum fjárfestingarbankasviðs Arion banka, sími 444-7337, netfang verdbrefamidlun@arionbanki.is

Ingvar Stefánsson, framkvæmdastjóri Fjármála OR, sími 516-6100, netfang ingvar.stefansson@or.is