Aðalfundur Orkuveitu Reykjavíkur


Í dag var haldinn aðalfundur Orkuveitu Reykjavíkur vegna ársins 2017. Kjöri stjórnar var lýst á fundinum. Í henni sitja Brynhildur Davíðsdóttir, sem er formaður stjórnar, Gylfi Magnússon, varaformaður, Sigríður Rut Júlíusdóttir, Kjartan Magnússon, Hildur Björnsdóttir og Guðjón Viðar Guðjónsson. Áheyrnarfulltrúi er Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir. Samþykkt var arðgreiðsla að fjárhæð 1.250 milljónir króna að því gefnu að arðgreiðsluskilyrði verði uppfyllt fyrir og eftir arðgreiðslu.

Á fundinum var Ársskýrsla OR 2017 kynnt. Hún er rafræn og gagnvirk og nær til umhverfisþátta í starfsemi samstæðu OR, samfélagsþátta, stjórnhátta og fjármála. Skýrslan og ársreikningur samstæðu OR 2017 voru gefin út 8. mars síðastliðinn. Ársreikningurinn var staðfestur á fundinum.

Tengill á Ársskýrslu OR 2017.

Endurskoðunarfyrirtækið Grant Thornton var kosið endurskoðunarfyrirtæki OR á fundinum.

Þrjú sveitarfélög eiga Orkuveitu Reykjavíkur; Reykjavíkurborg (93,539%), Akraneskaupstaður (5,528%) og Borgarbyggð (0,933%).

Nánari upplýsingar:

Eiríkur Hjálmarsson
upplýsingafulltrúi
516 6100