Hampiðjan – sex mánaða árshlutareikningur samstæðu Hampiðjunnar 2018


Lykilstærðir

Allar fjárhæðir í evrum og samanburðartölur í sviga.
             

  • Rekstrartekjur voru 77,3 m€ (63,8m€).
  • EBITDA af reglulegri starfsemi var 10,0 m€ (9,5 m€).  
  • Hagnaður tímabilsins nam 5,6 m€ (13,6 m€.)
  • Heildareignir voru 205,0 m€ (186,9 m€ í lok 2017).
  • Vaxtaberandi skuldir voru 71,2 m€ (64 m€ í lok 2017).
  • Eiginfjárhlutfall var 51,0% (54,7% í lok 2017).

Rekstur

Rekstrartekjur samstæðunnar voru 77,3 m€ og jukust um 21% frá fyrstu sex mánuðum fyrra árs.  

EBITDA félagsins hækkaði um 5% á milli tímabila eða úr 9,5 m€ á fyrstu sex mánuðum ársins 2017 í 10,0 m€ á fyrstu sex mánuðum þessa árs.

Á fyrstu sex mánuðum ársins 2017 nam innleystur söluhagnaður fjárfestingaeigna og hlutabréfa 7,7 m€. Var þar einkum um að ræða söluhagnað hlutabréfa í HB Granda hf. Félagið fékk einnig á fyrri hluta ársins 2017 arð af hlutum þess í HB Granda hf. að fjárhæð 0,6 m€. Á fyrri hluta ársins 2018 hefur ekki átt sér stað sala á hlutabréfum í eigu félagsins og þar sem hlutabréfaeignin í HB Granda var seld á árinu 2017 var ekki um að ræða neinar arðstekjur frá HB Granda.

Hagnaður tímabilsins var 5,6 m€ en var 13,6 m€ fyrir fyrstu sex mánuði ársins 2017 og skýrist lækkunin af söluhagnaði fjárfestingaeigna og hlutabréfa að fjárhæð 7,7 m€ og arðgreiðslu að fjárhæð 0,6 m€ frá HB Granda á árinu 2017. Sé leiðrétt fyrir þessum liðum nam hagnaður fyrstu sex mánuði ársins 2017 5,3 m€.

Efnahagur

Heildareignir voru 205,0 m€  og hafa hækkað úr 186,9 m€ í árslok 2017.

Eigið fé nam 104,6 m€, en af þeirri upphæð eru 10,3 m€ hlutdeild minnihluta í eigin fé dótturfélaga. 

Hlutfall eigin fjár, þegar hlutdeild minnihluta er meðtalin, var í lok tímabilsins 51% af heildareignum samstæðunnar.

Vaxtaberandi skuldir námu í árslok 71,2 m€ samanborið við 64,0 m€ í ársbyrjun. 

Árshlutareikningurinn er aðgengilegur á heimasíðu Hampiðjunnar hf.,  www.hampidjan.is.

Hjörtur Erlendsson, forstjóri:

Sala samstæðunnar hefur gengið framar vonum á fyrri hluta ársins og nam söluaukningin um 21% milli ára. Um 43% aukningarinnar er tilkomin vegna ytri vaxtar með kaupum á fyrirtækjum en 57% vegna innri vaxtar bæði hér á Íslandi og erlendis. 

EBITDA eykst á milli ára og enn eru miklir hagræðingarmöguleikar til staðar innan samstæðunnar sem munu nýtast okkur á næstu árum. 

Hér á Íslandi hefur verið gengið frá kaupum á eign minnhluta í dótturfélaginu Fjarðaneti og er það nú að fullu í eigu Hampiðjunnar. Hafin er bygging á nýju netaverkstæði á Neskaupstað sem mun hýsa starfsemi Fjarðanets og áætlað er að það verði tilbúið næsta vor.

Í ár hefur verið gengið frá kaupum á tveim fyrirtækjum í veiðarfæragerð.  Annað þeirra er North Atlantic Marine Supply and Services á Nýfundnalandi og eru netaverkstæði Hampiðjunnar þar nú 5 talsins.  Hitt er spænska netaverkstæðið Tor-Net SL í Las Palmas á Kanaríeyjum sem sinnir bæði heimamarkaðnum og vesturströnd Afríku. 

Bæði þessi kaup hafa styrkt stöðu Hampiðjunnar sem leiðandi veiðarfæraframleiðanda á heimsvísu.

Fjárhagsdagatal

Ársuppgjör fyrir árið 2018 - 21. mars 2019

Nánari upplýsingar

Frekari upplýsingar veitir Hjörtur Erlendsson forstjóri í síma 664 3361.

Viðurkenndur ráðgjafi

Viðurkenndur ráðgjafi Hampiðjunnar á Nasdaq First North er PwC.

 

 

Viðhengi


Attachments

Hampiðjan - Lykiltölur 30. júní 2018 Uppgjör 6 mánuðir 2018 IFRS