Origo hf. - Fallið frá viðræðum við HPE og undirritað samkomulag við Diversis Capital um kaup á hlut í Tempo ehf.


Í opinberri tilkynningu Origo hf. („Origo“) til kauphallar þann 14. ágúst sl. var upplýst um samkomulag um einkaviðræður Origo við HPE Growth Capital („HPE“) um sölu á um þriðjungshlut í Tempo ehf. („Tempo“) til HPE.  Origo og HPE hafa ákveðið að falla frá viðræðunum.

 
Stjórn Origo hefur í dag samþykkt að undirrita samkomulag um einkaviðræður um sölu á um 55% hlut í Tempo til Diversis Capital („Diversis“), fjárfestingafélags frá Los Angeles, sem sérhæfir sig í fjárfestingum í hugbúnaðar- og tæknifyrirtækjum. Með undirritun samkomulags þessa hefja aðilar einkaviðræður um kaupin með það að markmiði að komast að samkomulagi um bindandi samning. Viðræður aðila munu byggja á forsendum og skilmálum samkomulagsins að teknu tilliti til niðurstöðu áreiðanleikakönnunar. 


Fyrirhuguð kaup miða við að heildarvirði Tempo sé USD 62,5 milljónir og að Diversis eignist um 55% í Tempo eftir kaupin. Gert er ráð fyrir því að Diversis greiði Origo um USD 34,4 milljónir en félögin munu leggja Tempo sameiginlega til vaxtarfjármagn, USD 2 milljónir sem greiðist í hlutfalli við eignarhlut.  Gangi viðskiptin eftir er gert ráð fyrir að þeim ljúki fyrir lok októbermánaðar.  

Frekari grein verður gerð fyrir viðskiptunum þegar endanlegur kaupsamningur liggur fyrir.

Nánari upplýsingar um Diversis Capital  hf.  - http://diversiscapital.com/ 

Nánari upplýsingar um Tempo ehf. - https://www.tempo.io/

Nánari upplýsingar um Origo hf. - https://www.origo.is/