EIM: EBITDA á þriðja ársfjórðungi dróst saman um 8.6%


  • Tekjur námu 182,2 milljónum evra, hækkuðu um 8,3 milljónir evra eða 4,8% frá Q3 2017
    • Magn í áætlunarsiglingum jókst um 3,9% drifið af 6,2% vexti í gámaskipakerfinu
    • Magn í flutningsmiðlun jókst um 5,5% drifið af 36,5% vexti í þurrvöruflutningum
  • EBITDA nam 17,6 milljónum evra, dróst saman um 1,7 milljónir evra frá Q3 2017
  • Hagnaður nam 6,3 milljónum evra samanborið við 8,8 milljón evra hagnað Q3 2017
  • Eiginfjárhlutfall var 49,7% og nettóskuldir námu 132,9 milljónum evra í lok september 2018
  • Afkomuspá fyrir árið 2018 er EBITDA á bilinu 49 til 53 milljónir evra


GYLFI SIGFÚSSON, FORSTJÓRI             

„Þriðji ársfjórðungur 2018 var sá stærsti hjá félaginu hvað tekjur snertir frá árinu 2009 en hinsvegar er afkoma fjórðungsins undir okkar væntingum. Helstu ástæður fyrir lakari EBITDA afkomu á þriðja ársfjórðungi eru raktar til 1,7 milljóna evra lækkun í starfsemi okkar í Noregi þar sem flutningsmagn dróst saman  ásamt því að félagið varð fyrir rekstraráföllum þegar frystiskip biluðu sem hafði neikvæð áhrif á afkomuna. Þá var afkoma af flutningsmiðlun 1,4 milljónum evra lægri samanborið við fyrra ár.

Fjórar megin ástæður eru fyrir samdrætti á milli ára í EBITDA afkomu fyrstu níu mánaða ársins. Í fyrsta lagi vegna lakari afkomu af rekstri í Noregi samanber ofangreint. Í öðru lagi, þá bætti félagið við þriðja skipinu á Norður-Ameríku leið félagsins, til þess að uppfylla markmið um vikulega þjónustu á öllum mörkuðum til að styðja við Trans-Atlantic og Short-Sea þjónustuna. Vöxtur í flutningsmagni og tekjum skilaði sér hægar en við höfðum gert ráð fyrir en á undanförnum vikum erum við að sjá auknar bókanir og við gerum ráð fyrir að áframhaldandi vöxtur fari að skila sér í aukinni framlegð. Við erum einnig að leggja meiri áherslu á sölu á Trans-Atlantic og Short-Sea þjónustunni. Í þriðja lagi þá hefur spenna á ákveðnum viðskiptasvæðum og samþjöppun á markaði hjá stóru skipafélögunum haft áhrif á flutningsmiðlun félagsins. Því til viðbótar þá hætti félagið að vera umboðsaðili fyrir skipafélag í Evrópu sem hafði neikvæð áhrif á afkomu þriðja ársfjórðungs. Litið fram á veginn, þá gerum við ráð fyrir að flutningsmiðlun styrkist á ný og að það dragi úr umrótinu í tengslum við sameiningar og samþjöppun á markaði hjá stóru skipafélögunum og ástandið verði eðlilegt á ný. Í fjórða lagi, þá hefur minni innflutningur á bílum og vélum til Íslands neikvæð áhrif á afkomu en á móti kemur að útflutningur frá Íslandi hefur gengið mjög vel.

Félagið gerir ráð fyrir jákvæðum áhrifum úr fjölda verkefna sem að það hefur ráðist í til þess að bæta reksturinn og auka arðsemina til lengri tíma litið. Við höfum skilað leiguskipi í Noregi og við erum með áform um endurskipulagningu á rekstrinum til þess að mæta breytingum á norska markaðnum. Við vinnum áfram í að aðlaga gámasiglingakerfið, með bættum hafnarsamningum. Þá er unnið að lækkun á gáma- og leigukostnaði skipa. Verið er að vinna markvisst að ná fram lækkun á launakostnaði með aukinni sjálfvirkni og tilhögun bakvinnslu. Félagið er að innleiða nýtt tölvukerfi fyrir flutningsmiðlun félagsins sem mun auka skilvirkni í ferlum og tengja betur saman skrifstofur sem mun leiða til aukinnar framlegðar og sterkari sölustarfsemi á milli skrifstofa. Það verður áframhaldandi áhersla lögð á að auka tekjur í Trans-Atlantic og Short-Sea flutningum.

Það er jákvætt að sjá vöxtinn í flutningsmagni á þriðja ársfjórðungi ársins í áætlunarsiglingum á Norður-Atlantshafi, sem er drifinn áfram af 6,2% vexti í gámaskipakerfinu tengt Trans-Atlantic flutningum og útflutningi frá Íslandi.

Flutningsmiðlun félagsins hefur átt erfitt uppdráttar vegna erfiðleika tengdum óróa á mörkuðum vegna samþjöppunar hjá stóru skipafélögunum og bandalaga þeirra. Spenna á viðskiptasvæðum hefur einnig haft áhrif á flutningsmiðlunina en þrátt fyrir það var vöxturinn 5,5% á fjórðungnum, drifinn af þurrvöru.

Nýsmíði félagsins á tveimur 2,150 gámaeininga skipum í Kína gengur vel en gert er ráð fyrir að skipin verði afhent á öðrum árshelmingi 2019. Fyrirhugað samstarf með Royal Arctic Line er í skoðun hjá Samkeppniseftirlitinu.
Afkomuspá ársins var lækkuð 26. september sl. og er EBITDA áætluð á bilinu 49 til 53 milljónir evra.“


FREKARI UPPLÝSINGAR

  • Gylfi Sigfússon, forstjóri, s. 525 7202
  • Hilmar Pétur Valgarðsson, framkvæmdastjóri fjármála- og rekstrarsviðs, s. 525 7202
  • Hallgrímur Björnsson, fjárfestatengsl, s. 825 7212, netfang: investors@eimskip.is

Viðhengi


Attachments

Eimskip - Financial Statements Q3 2018 Eimskip - Uppgjör þriðja ársfjórðungs 2018