Kvika banki hf.: Stækkun á skuldabréfaflokknum KVB 18 02


Kvika banki hf. hefur gefið út stækkun að fjárhæð 200 milljónir króna í skuldabréfaflokknum KVB 18 02, en heildarheimild flokksins er 1.000 m.kr. Nafnverð skuldabréfaútgáfunnar eftir hækkun er 800 milljónir króna. 

Fjármálaeftirlitið staðfesti lýsingu vegna umsóknar um töku hækkunarinnar til viðskipta í dag, 22. nóvember 2018, og sótt hefur verið um töku skuldabréfanna til viðskipta í Kauphöll Íslands.

Útprentuð eintök lýsingarinnar má nálgast í 12 mánuði frá staðfestingu hennar í höfuðstöðvum Kviku, Borgartúni 25, 105 Reykjavík. Rafræn eintök má finna á vefsíðu Kviku https://www.kvika.is/verdbrefalysingar.