Arion banki birtir afkomu ársins 2018 miðvikudaginn 13. febrúar


Arion banki birtir afkomu ársins 2018 miðvikudaginn 13. febrúar næstkomandi eftir lokun markaða.

Fundur fyrir markaðsaðila sem streymt verður beint kl. 8:30 þann 14. febrúar

Haldinn verður fundur fyrir markaðsaðila þann 14. febrúar klukkan 8:30 þar sem Höskuldur H. Ólafsson og Stefán Pétursson munu kynna afkomu bankans og svara spurningum þátttakenda. Fundurinn fer fram á ensku í höfuðstöðvum Arion banka, Borgartúni 19 og verður jafnframt streymt beint.

Þeir sem hyggjast sækja fundinn eru vinsamlegast beðnir um að skrá sig hér. Þeir sem vilja hringja inn á fundinn og taka þannig þátt með því að leggja fram spurningar þurfa að hringja inn áður en kynningin hefst, sjá eftirfarandi símanúmer:

Ísland: 800 7415 (pin: 90959272#)
Svíþjóð: +46 850 558 354 
Bretland: +44 333 300 9260
Bandaríkin: +1 646 722 4902 


Hægt verður að nálgast streymið beint á financialhearings.com og á fjárfestatengslavef bankans.


Nánari upplýsingar veitir Theodór Friðbertsson, fjárfestatengslum Arion banka, IR@arionbanki.is, s.856 6760 og Haraldur Guðni Eiðsson, forstöðumaður samskiptasviðs bankans, haraldur.eidsson@arionbanki.is, s: 856 7108.