Festi hf.: Sala eigna í samræmi við sátt við Samkeppniseftirlitið


Festi hf., gerði sátt við Samkeppniseftirlitið dags. 30. júlí 2018 vegna kaupa félagsins á félaginu Hlekk hf. Samkvæmt sáttinni skuldbatt Festi sig m.a. til þess að selja fimm sjálfsafgreiðslustöðvar á höfuðborgarsvæðinu auk vörumerkisins Dælan. Hefur Festi nú náð samkomulagi um sölu Dælunnar og tilgreindra fimm sjálfsafgreiðslustöðva sem samþykkt hefur verið af Samkeppniseftirlitinu. Mun afhending eignanna fara fram á næstunni.

Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans var ráðgjafi Festi í söluferlinu.