Aðalfundur 2019 – Tillaga tilnefningarnefndar um stjórnarmenn í Högum hf.


Aðalfundur Haga hf., kt. 670203-2120, verður haldinn föstudaginn 7. júní 2019 og hefst hann kl. 09:00 á Hilton Reykjavík Nordica, Suðurlandsbraut 2 í Reykjavík.

Þann 28. mars 2019 var þeim sem vilja gefa kost á sér til setu í stjórn Haga hf. bent á að tilkynna það skriflega til tilnefningarnefndar eigi síðar en kl. 16:00 þann 29. apríl sl.

Eftirtaldir aðilar hafa gefið kost á sér til setu í stjórn félagsins. Nánari upplýsingar um frambjóðendur má sjá í meðfylgjandi skjali.

Björgvin Halldór Björnsson, lögmaður hjá Lögfræðistofu Reykjavíkur
Davíð Harðarson, fjármálastjóri Nordic Visitor
Eiríkur S. Jóhannsson, forstjóri Slippsins Akureyri
Erna Gísladóttir, forstjóri og eigandi BL ehf.
Guðrún Ólafsdóttir, gæðastjóri hjá VHE ehf.
Helgi Bjarnason, fjárfestir og framkvæmdastjóri í eigin félagi
Katrín Olga Jóhannesdóttir, formaður Viðskiptaráðs Íslands
Már Wolfgang Mixa, lektor í fjármálum við Háskólann í Reykjavík
Stefán Árni Auðólfsson, lögmaður hjá LMB lögmönnum slf.

Samkvæmt samþykktum félagsins skal stjórn skipuð fimm mönnum. Tilnefningarnefnd hefur nú lokið störfum og farið yfir þau framboð sem bárust innan tiltekins frests og leggur hún til að Davíð Harðarson, Eiríkur S. Jóhannsson, Erna Gísladóttir, Katrín Olga Jóhannesdóttir og Stefán Árni Auðólfsson verði kosin í stjórn félagsins. Skýrsla nefndarinnar er hér meðfylgjandi.

Hægt er að tilkynna um framboð til stjórnar skriflega skemmst 5 sólarhringum fyrir aðalfund, þ.e. eigi síðar en kl. 09:00 þann 2. júní 2019. Þegar lögboðinn framboðsfrestur er runninn út, eða minnst tveimur dögum fyrir hluthafafund, verður tilkynnt um endanlegan lista frambjóðenda.

Viðhengi


Attachments

Framboð til stjórnar Haga 07.06.19 Skýrsla tilnefninganefndar Haga hf - aðalfundur 2019