Eimskip: Reglubundin tilkynning um kaup á eigin bréfum í samræmi við endurkaupaáætlun


Í 30. viku 2019 keypti Eimskip 249.112 eigin hluti fyrir kr. 44.782.187 samkvæmt neðangreindu:

DagsetningTímasetning viðskiptaKeyptir hlutirViðskiptaverðKaupverð
22.7.201914:29:5646.8971808.441.460
23.7.201910:00:1743.9571807.912.260
24.7.201909:31:4542.3121807.616.160
25.7.201913:53:0045.713179,508.205.484
26.7.201910:57:4470.233179,5012.606.824 
Samtals  249.112  44.782.187 

Um er að ræða kaup Eimskips á eigin hlutum í samræmi við endurkaupaáætlun félagsins sem tilkynnt var um í kauphöll þann 10. júní 2019.

Eimskip átti 2.740.079 eigin hluti fyrir viðskiptin, sem nam 1,47% af heildarhlutafé félagsins, og á að þeim loknum 2.989.191 sem nemur 1,60% af heildarhlutafé félagsins.

Eimskip keypti í viku 30 samtals 249.112 hluti í félaginu. Kaupverð hinna keyptu hluta nam samtals kr. 44.782.187 sem samsvarar 8,96% af þeirri fjárhæð sem að hámarki verður keypt fyrir skv. áætluninni. Eimskip hefur keypt samtals 2.628.421 hluti í félaginu að fjárhæð kr. 491.271.834 að markaðsvirði í endurkaupaáætluninni.

Samkvæmt endurkaupaáætluninni verða að hámarki keyptir 3.000.000 hluta og fjárhæð endurkaupanna verður aldrei hærri en kr. 500.000.000. Heimildin gildir til 24. janúar 2020, nema skilyrði um hámarkskaup verði uppfyllt fyrir þann tíma.

Framkvæmd endurkaupaáætlunarinnar er í samræmi við VIII. kafla laga um hlutafélög nr. 2/1995 og viðauka við reglugerð um innherjaupplýsingar og markaðssvik nr. 630/2005, sem ber heitið „Viðskipti með eigin bréf í endurkaupaáætlunum og verðjöfnun fjármálagerninga.“

Nánari upplýsingar veitir Edda Rut Björnsdóttir, markaðs- og samskiptastjóri í síma 825-3399 eða investors@eimskip.is