Birting og kynning á uppgjöri þriðja ársfjórðungs 2008 Exista hf. mun birta afkomu þriðja ársfjórðungs eftir lokun markaða fimmtudaginn 30. október næstkomandi. Vakin er athygli á því að uppgjörið verður birt degi fyrr en auglýst hefur verið í fjárhagsdagatali félagsins. Kynningarfundur í Reykjavík 31. október Kynning á uppgjöri þriðja ársfjórðungs fer fram föstudaginn 31. október og hefst stundvíslega kl. 8:30. Þar munu stjórnendur félagsins gera grein fyrir árshlutareikningnum og svara fyrirspurnum. Kynningarfundurinn fer fram í höfuðstöðvum Exista að Ármúla 3 í Reykjavík. Húsið opnar kl. 8:00 og verður boðið upp á léttan morgunverð. Kynningin fer fram á ensku og er opin hluthöfum og öðrum markaðsaðilum. Netvarp og símafundur 31. október Kynningarfundinum í Reykjavík verður varpað í beinni útsendingu á vef Exista, www.exista.is, og hefst netvarpið kl. 8:30. Jafnframt er hægt að taka þátt í fundinum símleiðis og leggja fram spurningar með því að hringja í síma 800 8660 eða +44 (0)20 3043 2436 (breskt númer). Að fundi loknum verður hægt að nálgast kynningarefni og upptöku af fundinum á vef félagsins, www.exista.is. Kynningarfundur í London 3. nóvember Mánudaginn 3. nóvember verður haldinn kynningarfundur í London um uppgjör þriðja ársfjórðungs 2008 og hefst fundurinn stundvíslega kl. 9:00. Þar munu stjórnendur félagsins gera grein fyrir árshlutareikningnum og svara fyrirspurnum. Kynningarfundurinn fer fram á skrifstofu félagsins að 3 Sheldon Square, Paddington Central, W2 6HY. Húsið opnar kl. 8:30 og verður boðið upp á léttan morgunverð. Frekari upplýsingar veitir: Samskiptasvið Exista Svana Huld Linnet sími: 550 8623 ir@exista.com