Kaupþing banki hf. tilkynnir hér með að Fjármálaeftirlitið (FME) hefur ákveðið að taka yfir vald hluthafafundar Kaupþings banks hf. Jafnframt hefur stjórn bankans sagt af sér. Að auki hefur FME hefur skipað skilanefnd sem tekur við öllum heimildum stjórnar þegar í stað. Í skilanefnd hafa verið skipuð Finnur Sveinbjörnsson, Knútur Þórhallsson, Bjarki H. Diego, Guðný Arna Sveinsdóttir og Steinar Þór Guðgeirsson. Skilanefnd hefur farið þess á leit við Hreiðar Má Sigurðsson að hann haldi áfram störfum sínum sem forstjóri Kaupþings og beri áfram ábyrgð á daglegum rekstri.
FME tekur yfir rekstur Kaupþings
| Quelle: Kaupþing banki hf.