SPRON hf. frestar birtingu uppgjörs fyrir þriðja ársfjórðung vegna áframhaldandi óvissu á íslenskum fjármálamarkaði. Uppgjör þriðja ársfjórðungs verður birt í viku 48 í stað 46 eins og áður var auglýst. Birtingardagur og upplýsingar um kynningarfund í tengslum við uppgjörið verða kynnt síðar. Frekari upplýsingar veitir Jóna Ann Pétursdóttir, forstöðumaður almannatengsla í síma 550 1771.