Kaldalón hf.: Birting lýsingar vegna fyrirhugaðrar skráningar á Aðalmarkað Nasdaq Iceland

Reykjavik, Iceland


Kaldalón hf. hefur birt lýsingu vegna fyrirhugaðrar töku allra hlutabréfa félagsins til viðskipta á Aðalmarkaði Nasdaq Iceland hf.

Lýsingin, sem er dagsett 10. nóvember 2023, hefur verið staðfest af Fjármálaeftirliti Seðlabanka Íslands. Lýsingin er á íslensku og hefur verið birt á vefsvæði Kaldalóns: www.kaldalon.is/fjarfestar.

Samhliða staðfestingu og birtingu lýsingar hefur Kaldalón sótt um að hlutabréf félagsins verði tekin til viðskipta á Aðalmarkaði Nasdaq Iceland. Fyrsti vænti viðskiptadagur með hlutabréfin á Aðalmarkaði Nasdaq Iceland er 16. nóvember 2023, hafi Nasdaq Iceland fallist á að taka hlutabréf félagsins til viðskipta fyrir þann tíma. Nasdaq Iceland hf. mun tilkynna endanlega dagsetningu með að minnsta kosti eins dags fyrirvara.

Fyrirtækjaráðgjöf Arion banka hf. hefur umsjón með töku hlutabréfa Kaldalóns til viðskipta á Aðalmarkaði Nasdaq Iceland.


Frekari upplýsingar veita:

Jón Þór Gunnarsson, forstjóri
kaldalon@kaldalon.is

Hjalti Már Hauksson, fyrirtækjaráðgjöf Arion banka
hjalti.hauksson@arionbanki.is