Actavis Group - Ársuppgjör 2006


Hagnaður eykst um 27% og er 103 milljónir evra á árinu 2006

-	Góður árangur í Mið- og Austur-Evrópu og Bandaríkjunum - 

Tekjur Actavis Group rúmlega tvöfölduðust á árinu 2006 og námu 1.379 milljónum evra (121 milljarði króna) og EBITDA framlegðarstig nam 20,8%. Undirliggjandi hagnaður  samstæðunnar nam 148,8 milljónum evra (13 milljörðum króna) á árinu 2006 og 38,8 milljónum (3,4 milljörðum króna) á fjórða ársfjórðungi sem er um 70% aukning frá fyrra ári. 

Helstu atriði - fjórði ársfjórðungur og árið 2006
"	Tekjur á fjórða ársfjórðungi jukust um 80,0% í 350,2 milljónir evra (4F 2005: 194,5 milljónir evra) og um 138,2% í 1.379,9 milljónir evra fyrir árið í heild (2005: 579,3 milljónir evra).
"	Undirliggjandi tekjuvöxtur  nam 17,1% í fjórðungnum (4F 2005 pro forma: 299,1 milljónir evra) og 9,4% fyrir árið í heild (2005 pro forma: 1,261 milljónir evra, sem endurspeglar sterkan vöxt í Austur Evrópu og Bandaríkjunum. 
"	Eftir tekjusviðum:   
"	Sala í Mið- og Austur-Evrópu og Asíu nam 148,6 milljónum evra í fjórðungnum (4F 2005 pro forma: 113,2 milljónir evra), eða sem nemur 31,3% vexti í fjórðungnum og 17,9% fyrir árið í heild. 
"	Pro forma sala í Norður-Ameríku jókst um 28,9% í 92,0 milljónir evra í fjórðungnum (4F 2005 pro forma: 71,4 milljónir evra). Það samsvarar undirliggjandi vexti sem nemur 28,9% og 12,5% fyrir árið í heild.
"	Sala í Vestur Evrópu, Mið-Austurlöndum og Afríku jókst um 13,1% í 76,9 milljónir evra (4F 2005 pro forma: 68,0 milljónir evra), en á árinu í heild sinni stóðu tekjurnar í stað, m.a. vegna mikilla verðlækkana í Þýskalandi.
"	Sala til þriðja aðila dróst saman um 25,5% í 33,8 milljónir evra og um 6,5% í 134,3 milljónir evra fyrir árið í heild, einnig vegna verðlækkana í Þýskalandi.
"	EBITDA framlegð var 19,9% í fjórðungnum og 20,8% fyrir árið í heild. Ef dreifing lyfja í Búlgaríu er undanskilinn, þá væri framlegð samstæðunnar 21,7% á fjórðungnum og 22,3% fyrir árið.
"	Hagnaður e.skatta var 32,5 milljónir evra í fjórðungnum og 102,7 milljónir á árinu. Undirliggjandi hagnaður í fjórðungnum dróst saman um 1,5% í 38,8 milljónir evra en jókst  um 71,1% fyrir árið í heild. (án tillits til einskiptiskostnaðar vegna PLIVA og afskriftar á yfirverði).
"	Undirliggjandi þynntur hagnaður á hlut  hækkaði um 16,7% og var 0,03190 á árinu. 
"	Actavis lauk mikilvægum fyrirtækjakaupum í Bandaríkjunum, Rússlandi og Indlandi, sem er reiknað með að skili sér í aukinni sölu og lægri framleiðslukostnaði á næstu árum.
"	Alls voru markaðssett 113 samheitalyf á hina ýmsu markaði samstæðunnar í fjórðungnum og samtals 376 á árinu öllu.


 	1.október - 31.desember	1.janúar - 31.desember
Þúsundir evra	4F 2006	4F 2005	% Breyting	12M 2006	12M 2005	% Breyting
Heildartekjur..............	350.183	194.547	80,0%	1.379.921	579.264	138,2%
Heildargjöld...............	-304.601	-160.037	90,3%	-1.182.337	-472.751	150,1%
EBITDA.....................	69.548	52.156	33,3%	287.134	148.471	93,4%
EBITDA %...................	19,9%	26,8%	-25,9%	20,8%	25,6%	-18,8%
Hagnaður fyrir skatta....	38.121	36.647	4,0%	127.257	91.479	39,1%
Undirliggjandi hagnaður.......	38.827	38.254	1,5%	148.819	86.679	71,7%
Hagnaður eftir skatta.....	32.540	35.416	-8,1%	102.689	81.003	26,8%
Undirliggjandi hagnaður á hlut	0,00892	0,01121	-20,4%	0,03190	0,02734	16,7%
Hagnaður á hlut..................	0,00700	0,01036	-32,5%	0,01804	0,02548	-29,2%

 
Skilgreiningar á undirliggjandi vexti, hagnaði og útreikningi á hagnaði á hlut eru á síðu 11.

Róbert Wessman, forstjóri Actavis, um uppgjörið: 
"Það er ánægjulegt að sjá góðan árangur félagsins á árinu og að metnaðarfull rekstrarmarkmið um framlegð og hagnað hafi náðst. Þá var undirliggjandi rekstur félagsins góður og mikill vöxtur var á mörkuðum okkar í Bandaríkjunum og Mið- og Austur-Evrópu. Auk þess styrktum við samkeppnistöðu okkar enn frekar með kaupum á fjórum nýjum félögum, sem munu styðja við sölustarfsemi okkar og þróunarstarf, og gera okkur kleift að ná aukinni hagræðingu í rekstri á næstu árum."



Attachments

Actavis Group -  Press release.pdf Actavis Group - Frettatilkynning 12 2006.pdf Actavis Group - Annual Results 2006.pdf